1Eftir þetta fór Tobías af stað, og lofaði Guð, að hann hafði látið hans ferð heppnast, og kvaddi Ragúel og Ednu konu hans. Og hann hélt áfram ferðinni þangað til þau komu í nánd við Ninive.2Þá mælti Rafael til Tobías: veistú ekki bróðir, hvörnig þú fórst frá föður þínum?3Látum oss fara á undan konu þinni og tilreiða húsið.4En hafðu fiskgallið með þér. Og svo héldu þeir áfram, og hundurinn rann með þeim á eftir.5Og Anna sat einmitt þar, og leit fram á veginn eftir syni sínum.6Og hún kom auga á hann, þar sem hann kom, og sagði við föður hans: sjá, sonur minn kemur og maðurinn sem með honum fór!7Og Rafael mælti: eg veit að faðir þinn lýkur upp augunum.8Þá skaltu ríða gallinu á hans augu, og hann mun nugga þau þegar það bítur hann, og afstrjúka þá hvítu flekki, og sjá þig.9Og Anna hljóp á móti syni sínum og féll honum um háls og mælti til hans: eg hefi séð þig, barn, nú vil eg deyja! Og þau grétu bæði.10Og Tobías kom til dyra, og rak sig á. En sonur hans hljóp að honum,11og greip til föður síns og reið gallinu á hans augu og mælti: vert þú með öruggu geði, faðir!12En er það beit, nuggaði hann augun.13Og þeir hvítu flekkir flysjuðust af hans augum. Og hann sá sinn son, og féll honum um háls,14og grét og mælti: lofaður sért þú, Guð, og vegsamað þitt nafn að eilífu, og lofaðir séu allir þínir heilagir englar!15Því þú hefir mig agað, en (líka) miskunnað mér. Sjá, eg sé minn son Tobías!
Og hans son gekk næsta glaður inn í húsið, og sagði föður sínum frá því mikla, sem við hann hafði framkomið í Medíen.16Og Tobías gekk á móti tengdadóttur sinni, fullur fagnaðar og lofaði Guð, allt að Ninive borgarhliði. Og þeir, sem sáu hann ganga, furðuðu sig, að hann gat séð.17Og Tobías viðurkenndi fyrir þeim, að Guð hefði sér miskunnað. Og þá Tobías nálægðist Söru tengdadóttur sína, blessaði hann hana og mælti: vertu velkomin mín dóttir! lofaður sé Guð sem leiðir þig til vor og blessaður sé faðir þinn og móðir þín! Og gleði var hjá öllum bræðrunum í Ninive.18Og þar komu Akíarkus og Nasbas, hans bróðurson.19Og brúðkaup Tobía stóð með miklum fagnaði í 7 daga.
Tóbítsbók 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:18+00:00
Tóbítsbók 11. kafli
Tobías kemur heim; faðir hans fær lækningu.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.