1Þér skuluð ekki gjöra yður afguði né bílæti, og ekki heldur uppreisa yður myndastólpa, né tilbúa myndarsteina til að tilbiðja þess háttar; því að eg er Drottinn yðar Guð.2Mína hvíldardaga skuluð þér varðveita, og fyrir mínum helgidóm skuluð þér virðingu bera. Eg er Drottinn yðar Guð.3Ef þér breytið eftir mínum setningum og varðveitið mín boðorð og gjörið eftir þeim,4þá vil eg gefa yður regn á hæfilegum tíma, og landið skal gefa yður sinn gróða og trén á mörkinni þeirra ávöxt.5Þreskingartíminn skal þá vara til vínyrkjunnar, og vínyrkjan til sáðtímans; þér skuluð eta yður metta af yðar eigin brauði og búa óhultir í yðar landi,6eg vil gefa frið í landinu, svo að þér getið hvílt yður og enginn skal hræða yður; óargadýrum vil eg halda frá yðar landi, og sverðið skal ekki fara um það.7Þér skuluð elta yðar óvini og þeir falla fyrir sverði fyrir yðar augliti;8fimm af yður skulu elta hundrað, og hundrað af yður skulu elta tíu þúsund og óvinir yðar skulu falla fyrir sverði fyrir yðar augliti.9Eg vil snúa mínu augliti til yðar, gjöra yður ávaxtarsama og fjölmenna, og staðfesta minn sáttmála við yður.10Þér skuluð eta hið fyrnta korn, og bera út hið fyrnta korn frá því nýja.11Eg vil setja mína tjaldbúð mitt á meðal yðar, og mína sálu skal ekki stugga við yður;12eg vil ganga mitt á meðal yðar, og vera yðar Guð, og þér skuluð vera mitt fólk.13Eg er Drottinn, yðar Guð, sem leiddi yður út af Egyptalandi, til þess þér skylduð ekki vera þeirra þrælar, og braut af yður þrældómsokið, svo að þér skylduð uppréttir ganga.
14En ef þér hlýðið mér ekki, og ekki breytið eftir öllum þessum mínum boðorðum;15ef þér skeytið ekki mínum setningum, og yður stuggar við mínum réttindum, svo að þér gjörið ekki eftir mínum boðorðum, heldur brjótið minn sáttmála;16þá vil eg líka gjöra þetta við yður: Eg vil vitja yðar til að skelfa yður með uppdráttar- og köldusýki, hvar við andlitið verður fölt og sálin vanmegnast; þér skuluð forgefins sá yðar sæði, því óvinir yðar skulu eyða því!17Eg vil setja mitt auglit í gegn yður, þér skuluð verða slegnir af yðar óvinum, fjandmenn yðar skulu yfir yður drottna, og þér skuluð flýja þó að enginn elti yður.18Og ef þér viljið þá enn ekki, þrátt fyrir þetta, hlýða mér, þá skuluð þér sjö sinnum þyngri refsingu sæta, fyrir yðar synda sakir.19Eg vil niðurbrjóta yðar styrkleiksdramb, eg vil gjöra himinninn yfir yður sem járn, og yðar jörð sem kopar;20yðar kraftar skulu eyðast árangurslaust, yðar land skal ekki gefa sinn gróða, og trén í landinu ekki þeirra ávöxt.21Og ef þér samt sýnið yður mér þverbrotna og viljið ekki hlýða mér, þá mun eg auka sjöfalt yðar refsingu eftir yðar syndastærð.22Eg vil senda villudýr merkurinnar meðal yðar, þau skulu gjöra yður barnlausa, drepa niður yðar fénað, fækka sjálfum yður, og yðar vegir skulu verða auðir.23En ef þér enn þá ekki skipist við tyftanina og breytið þvermóðskulega í gegn mér,24þá vil eg sannlega ganga á móti yður, og eg sjálfur vil slá yður sjöfaldlega fyrir yðar synda skuld,25og leiða yfir yður sverð hefndarinnar, sem hefna skal míns sáttmála. Þér munuð þá þyrpast inn í yðar staði, en eg vil senda drepsótt á meðal yðar, og þér skuluð gefast í hendur yðar óvina.26Þegar eg brýt yðar brauðs staf, þá munu tíu kvinnur baka yðvart brauð í einum ofni og fá yður aftur brauð yðar eftir vigt, og þér munuð eta, en ekki verða mettir.27Og ef þér þrátt fyrir þetta, þrjóskist við mig og breytið þvermóðskulega í gegn mér,28þá vil eg ganga á móti yður með reiðilegri mótgöngu, og eg sjálfur, vil slá yður sjöfaldlega vegna yðar synda,29svo þér skuluð eta hold yðar sona, hold yðar dætra skuluð þér eta.30Eg vil eyðileggja hæðir yðar, og afmá yðar sólguðabílæti, og kasta yðar hræjum ofan á skúrgoðanna skrokka, og sálu mína mun bjóða við yður!31Yðar borgir vil eg gjöra að rústum, og yðar helgu staði vil eg eyðileggja, og ekki lukta til yðar velluktandi fórna;32landið vil eg leggja svo í eyði, að óvini yðar, sem búa í því, skal hrylla við því;33en yður vil eg tvístra á meðal heiðingja; eg mun verða með brugðnu sverði á bak við yður, svo að yðar land leggist í auðn, og yðar borgir verði að eyðimörku.—34Þá skal landið gleðjast af sínum hvíldartímum; alla þá tíð, sem það er í eyði og þér eruð í yðar óvina landi, skal landið hvíla og fagna yfir sínum hvíldartímum.35Allan þann tíma, sem það liggur í eyði, skal það hvíla, því það fékk ekki hvíld á yðar hvíldartímum, á meðan þér bjugguð í því;36en hjörtu þeirra, sem eftir verða, vil eg gjöra svo huglaus, í þeirra óvina landi, að þytur vindi skekins laufblaðs reki þá á flótta og að þeir flýi sem fyrir sverði, og falli þó enginn elti,37og hvör falli yfir annan þveran þó enginn elti, og hvörgi skuluð þér geta staðist fyrir yðar óvinum;38þér skuluð fyrirfarast á meðal heiðinna þjóða, og land óvina yðar skal uppeta yður;39en þeir af yður sem eftirlifa skulu veslast upp í þeirra misgjörðum í landi yðar fjandmanna, já vegna þeirra feðra misgjörða skulu þeir og uppveslast.40Þá munu þeir kannast við sína misgjörninga og sinna feðra misgjörninga, þá þeir höguðu sér sviksamlega við mig, og breyttu þvermóðskulega gegn mér,41hvörs vegna eg verð að ganga á móti þeim og reka þá í þeirra fjandmanna land. En ef þeirra óumskornu hjörtu þá auðmýkja sig og láta sér þóknast þeirra misgjörða refsing,42þá vil eg minnast míns sáttmála við Jakob og míns sáttmála við Ísaak, já míns sáttmála við Abraham vil eg minnast, og landsins vil eg minnast.43Landið skal yfirgefast af þeim og gleðja sig af sínum hvíldartímum, á meðan það liggur í eyði og þeir ekki í því búa og úttaka gjöld sinna misgjörða; einmitt fyrir það, að þeir virtu lítils mín réttindi og þeirra sálu velgdi við mínum setningum.44En þrátt fyrir þetta hefi eg ekki, jafnvel á meðan þeir enn nú eru í þeirra óvina landi, útskúfað þeim, né burtsnarað þeim til að gjöra út af við þá, og ónýta minn sáttmála við þá, því eg er Drottinn þeirra Guð:45heldur vil eg minnast þeirra, sáttmálans við feðurnar, sem eg leiddi út af Egyptalandi fyrir heiðingjanna augsýn, svo að eg skyldi vera þeirra Guð. Eg er Drottinn.
46Þetta eru þeir setningar, réttindi og lögmál, sem Drottinn setti á milli sín og Ísraelsbarna á fjallinu Sínaí fyrir hönd Mósis.
Þriðja Mósebók 26. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:41+00:00
Þriðja Mósebók 26. kafli
Bönnuð afguðadýrkun. Fyrirheit um Drottins blessun ef þeir hlýða hans boðum en hótum alls slags óhamingju ef þeir yfirtroði þau.
V. 5. Kornskeran endaði seint í maíó, vínyrkjan byrjaði í september; sáðtíminn var í nóvember og desember. Að þreskingin varaði til vínyrkjunnar og vínyrkjan til sáðtímans var ársældarmerki. Sömuleiðis var það nægtamerki að kornið komst ekki fyrir í kornhlöðunum, sbr. v. 10. V. 24. Ganga á móti yður, nl. sem til bardaga. V. 26. Brjóta brauðstaf, þ. e. svipta atvinnustofni, eða svipta fæðuna krafti til að metta og næra. V. 30. Á hæðum var venja að færa fórnir afguðum. Margar þjóðir dýrkuðu sólina, sem þeir héldu vera guð. V. 41. Óumskorið hjarta, þ. e. heiðinglegt, þverbrotið hjartalag.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.