1Ennframar sagði Drottinn til Móses: seg þú til prestanna, sona Arons: á líki skal enginn yðar saurga sig á meðal síns fólks,2nema nánasta náunga, móður, föður, sonar, dóttur, eða bróður,3eða systur, sem er mey og í húsi hjá honum, og ekki manni gefin; á því má hann saurga sig;4annars má sá, sem er höfðingi síns fólks, ekki saurga sig svo hann vanhelgi sig;5ekki skulu þeir krúnuraka sig, eða raka sitt vangaskegg, eða skera skurð í sitt hold.6Þeir skulu vera helgir fyrir þeirra Drottni og ekki vanhelga nafn Guðs þeirra, því þeir frambera eldfórnir Drottins, fæðu Guðs þeirra; þar fyrir skulu þeir vera heilagir.7Ekki skulu þeir taka sér portkonu til ektakvinnu, eða þá sem er spjölluð, eða frá manni skilin, því presturinn er heilagur fyrir sínum Guði.8Þar fyrir skaltu halda hann heilagan, því hann framber fæðu Guðs þíns, þar fyrir er hann heilagur; eg er Drottinn sem helgar yður.9Ef nokkur prestsdóttir tekur að fremja saurlifnað, vanhelgar hún föður sinn; hún skal í eldi brennast.
10En sá prestur, sem elstur er bræðra sinna, yfir hvörs höfuð smurningarviðsmjörinu hefir verið hellt, og sem hefir tekið vígslu svo hann íklæddist þeim helga skrúða, hann má hvörki bera höfuð sitt, né rífa sín klæði11og ekki má hann koma til nokkurs dauðs manns líks. Hann má ekki vegna föður síns eða móður sinnar saurga sig12og ekki má hann út úr helgidóminum ganga, að hann ekki vanhelgi helgidóm Guðs síns, því hann ber krónu vígsluviðsmjörs Guðs síns. Eg er Drottinn.13Hann skal taka sér mey til eiginkonu;14hvörki ekkju eða þá sem er frá manni skilin, né spjallaða eða portkonu, engar þessar má hann taka sér til eiginkonu, heldur skal hann taka sér til eiginkonu mey af sínu fólki,15að hann ekki vanhelgi ætt sína meðal fólks síns, því eg er Drottinn, sem helga hann.
16Ennframar talaði Drottinn við Móses þannig:17Tala þú þetta til Arons: ef nokkur maður af þínum afkomendum, í þeirra kynkvíslum, hefir einhvör lýti á sér, hann má ekki nálægja sig til að frambera fórnir síns Guðs;18enginn maður, sem hefir á sér nokkur lýti má nálægja sig, sem er blindur, eða haltur, flatnefjaður, langeyrður,19sem hefir galla á hendi eða fæti,20eða er kenghryggjaður, tenglulega grannur, hefir vagl á auga, eða þurra eða vota kláða, eða misst hefir manndóm sinn.21Enginn prestur af Arons afkomendum, sem hefir (þvílík) lýti, má frambera eldfórnir Drottins; það eru lýti á honum, þess vegna má hann ekki nálægja sig til að frambera fæðu síns Guðs;22þó má hann eta af fæðu síns Guðs, bæði þeirri háheilögu og heilögu;23en ekki má hann koma inn til fortjaldsins, né nálægja sig altarinu af því á honum eru lýti, að hann eigi vanhelgi mína helga dóma; eg Drottinn er sá sem helga þá.
24Og Móses talaði allt þetta til Arons, sona hans, og allra Ísraelsbarna.
Þriðja Mósebók 21. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:41+00:00
Þriðja Mósebók 21. kafli
Ýmisleg boðorð til aðgæslu prestum og hvörjir megi prestar vera.
V. 5. Allt sorgarmerki. 19,27.28. V. 9. 5 Mós. 22,21.24. Jóh. 8,5. Líklega átti að brennast eftir að hún var grýtt (Jóh. 7,25) henni til meiri vanvirðu. Sumir þannig líflátnir vóru hengdir á tré. 5 Mós. 21,22.23. Gal. 3,13. V. 12. Ekki ganga út úr helgidóminum, þ. e. yfirgefa þjónustu sína fyrir sorgarsakir. V. 14. Þetta skuldbindandi fyrir alla presta eftir Esek. 44,22. V. 18. Nálægja sig, þ. e. helgidómnum. V. 22. Þó hann mætti ekki vera prestur, mátti hann hafa hlutdeild í því, sem prestunum bar af fórnunum sér til uppeldis.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.