1Enn talaði Drottinn við Móses þannig:2Tala þú til alls safnaðar Ísraelsbarna og seg þeim: verið heilagir, því að eg Drottinn, yðar Guð er heilagur.3Sérhvör óttist móður sína og föður sinn og haldi mína hvíldardaga. Eg er Drottinn yðar Guð.4Snúið yður eigi til hégómlegra afguða og gjörið yður ekki steypta guði. Eg er Drottinn yðar Guð.
5Þegar þér slátrið Drottni þakklætisfórn, þá slátrið henni þannig að þér verðið (Drottni) velþóknanlegir:6Fórnin skal etast sama dag og daginn eftir, en það sem eftir verður til þriðja dags, skal á eldi brennast.7Ef þar af er etið hinn þriðja dag, er fórnin Drottni viðurstyggileg og þóknast honum ekki;8og sá sem etur þar af, hann skal bera sinn misgjörning; hann hefir vanhelgað Drottins helgidóm og skal upprætast frá sínu fólki.
9Þegar þér uppskerið yðar lands gróða, þá skaltu ekki grannt uppskera út í hvört horn akur þinn, og ekki upptína það sem niður dettur í uppskerunni;10né þegar þú samanles vínberin í víngarði þínum, þá skaltu ekki tína upp þá á stangli (niðurdottnu) vínberjaklasa í honum. Skil þau eftir handa þeim fátæka og útlenda. Eg er Drottinn yðar Guð.
11Þér skuluð ekki stela, ljúga, eða draga svik hvör að öðrum;12né sviksamlega sverja við mitt nafn, að þú vanhelgir nafn Guðs þíns. Eg er Drottinn.13Þú skalt ekki með harðýðgi hafa af þínum náunga, ekki ræna, ekki halda inni hjá þér náttlangt til næsta morguns daglaunamannsins kaupi.14Þú skalt ekki bölva þeim heyrnarlausa, né leggja fótakefli fyrir þann blinda, heldur skaltu óttast þinn Guð. Eg er Drottinn.15Þér skuluð ekki vera óráðvandir í dómi, ekki líta á ástand lítilmagnans, né heiðra veldi þess volduga, heldur skaltu dæma þinn náunga með réttvísi.16Þú skalt ei ganga um kring með rógburð meðal þíns fólks, og ekki sækjast eftir lífi náunga þíns. Eg er Drottinn.17Þú skalt ekki bera hatur til bróður þíns í hjarta þínu, heldur harðlega straffa náunga þinn, svo þú verðir ekki sekur í synd hans vegna.18Þú skalt ekki hefna þín sjálfur, ekki heldur geyma reiðina með þér til barna þíns fólks, heldur skaltu elska náunga þinn sem sjálfan þig. Eg er Drottinn.
19Mína setninga skuluð þér varðveita; ekki skaltu láta ýmislega tegund þíns fénaðar samblandast; akur þinn skaltu ekki sá með ýmislegri sæðistegund, og eigi skaltu bera á þér klæði úr ýmislegu efni.
20Ef nokkur liggur hjá konu, og hefir holdlegt samræði við hana en hún er ambátt manni föstnuð, en hvörki keypt úr þrældómi eða frelsi, gefið þá liggur þar við refsing, en þau skulu ekki deyja, því hún er ekki frjáls.21Maðurinn skal koma með sína syndafórn fyrir Drottin, til dyra samkundutjaldbúðarinnar (skal hann koma með) hrút til syndafórnar,22og presturinn skal með syndafórnarhrútnum forlíka hann við Guð fyrir þá synd, sem hann drýgði, og honum mun fyrirgefin verða sú synd, sem hann drýgði.
23Þegar þér komið inn í landið og gróðursetjið þar alls lags aldintré, þá skuluð þér burtsneiða aldin þess sem yfirhúð; í þrjú ár skuluð þér álíta þau sem óumskorin, ekki eta af þeim;24en á fjórða árinu skal allur ávöxtur trjánna vera helgaður gleðihátíð fyrir Drottni;25en á fimmta árinu megið þér sjálfir njóta þeirra ávaxta og safna handa sjálfum yður gróða þeirra. Eg er Drottinn yðar Guð.
26Ekkert skuluð þér eta með blóði þess. Ekki skaltu vera teiknaútleggjari eða brúka töfra.27Eigi skaltu kringskera þitt höfuðhár, né skemma þitt vangaskegg.28Þér skuluð ekki gjöra skurð í hold yðar fyrir dauðs manns sakir, né brenna merki á yðar líkami. Eg er Drottinn.29Ekki skaltu vanhelga dóttur þína með því að gefa hana til saurlifnaðar, svo að landið hórist ei og verði fullt af glæpum.30Mína hvíldardaga skuluð þér halda, og hafa í heiðri minn helgidóm. Eg er Drottinn.31Farið ekki til þeirra, sem svara til frétta af dauðum, eða spásagnarmanna; farið ei til frétta við þá, að þér saurgist ekki af þeim. Eg er Drottinn yðar Guð.
32Þú skalt standa upp fyrir þeim gráhærða og heiðra hinn gamla og óttast þinn Guð. Eg er Drottinn.
33Ef útlendur maður býr hjá þér í landi yðar, þá sýnið honum engan ójöfnuð;34heldur far með þann útlenda, sem hjá yður býr, eins og væri hann þér samlendur; þú skalt elska hann sem sjálfan þig, því að þér vóruð líka framandi í Egyptalandi. Eg er Drottinn yðar Guð.
35Þér skuluð engum órétt gjöra í dómi, vigt og mælir,36réttar vogir, rétt lóð, rétt mælikerhöld og réttar könnur skulu vera hjá yður. Eg er Drottinn yðar Guð, sem leiddi yður út úr Egyptalandi;37þar fyrir varðveitið alla mína setninga og öll mín boðorð og haldið þau. Eg er Drottinn.
Þriðja Mósebók 19. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:41+00:00
Þriðja Mósebók 19. kafli
Ýmisleg boðorð siða- og helgihaldalögmáli viðkomandi.
V. 8. Bera misgjörning: vera straffs sekur. V. 17. Svo að þú með aðfinningarleysinu ekki skulir líka sem samsinna hans breytni. Matt. 18,15. f. 1 Tím. 5,22. V. 19. Aðalaugnamið þessara boðorða mun vera, að viðhalda meðal Gyðinga náttúrlegum, einföldum og hreinum siðum. Í vv. 26–31 eru nefndir ýmsir lestir, ósiðir og dáraskapur sem tíðkaðist meðal heiðinna þjóða.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.