1Ennframar talaði Drottinn þannig við Móses og Aron:2Talið til Ísraelsbarna og segið þeim: Hvör maður sem það er sem af sáðfalli er sjúkur, er óhreinn vegna þess,3og hann er óhreinn vegna sáðfallsins; hvört heldur sæðið fer frá honum, eða það innibyrgist í líkamanum, er hann óhreinn.4Sérhvört legurúm er sá liggur á, sem sáðfall hefir, er að álíta óhreint, og sérhvað annað sem hann situr á er að álíta óhreint.5Hvör sem snertir hans legurúm skal þvo sín klæði og lauga sig í vatni, og er óhreinn allt til kvölds.6Og sá sem sest á það, sem sá hefir setið á, er sáðfall hefir, skal þvo sín klæði og lauga sig í vatni og vera óhreinn allt til kvölds.7Sá sem snertir hold þvílíks, hann skal þvo klæði sín og lauga sig í vatni og vera óhreinn allt til kvölds.8Ef sá sem sáðfall hefir spýtir á þann sem hreinn er, skal þessi þvo klæði sín og lauga sig í vatni og er óhreinn allt til kvölds.9Vagnsæti það, sem sá situr á er sáðfall hefir verður (af honum) óhreint.10Sá sem snertir nokkuð það, sem undir honum hefir legið, verður óhreinn allt til kvölds, og sá sem ber það burt, skal þvo klæði sín og vera óhreinn allt til kvölds;11og hvör sem hinn sjúki snertir, án þess að hafa þvegið höndur sínar í vatni, skal þvo klæði sín og lauga sig í vatni og vera óhreinn allt til kvölds.12Hvört leirker, sem sá snertir, er sáðfall hefir, skal brjótast í sundur og sérhvört tréker þvost í vatni.13Þegar hinn sjúki er hreinn orðinn af sáðfalli sínu, skal hann telja sjö daga frá því hann varð hreinn, og að þeim liðnum skal hann þvo klæði sín og lauga sig í lifandi vatni, svo verður hann hreinn.14En á 8da deginum skal hann taka tvær turtildúfur eða 2 dúfuunga, koma fyrir auglit Drottins til samkundutjaldbúðardyranna, og fá þá prestinum,15sem skal tilreiða þá, annan til syndafórnar en hinn til brennifórnar, og þannig forlíka þann, fyrir augliti Drottins, sem af sáðfalli hefir verið sjúkur.
16Sá frá hvörjum sæði hefir útfarið skal þvo allan sinn líkama í vatni og vera óhreinn allt til kvölds,17og sérhvört klæði eða skinn, sem sæðið hefir komið á, skal þvost í vatni og er óhreint til kvölds.18Ef maður hefir samræði við konu, skulu þau bæði lauga sig í vatni og eru óhrein til kvölds.
19Þegar kona fær sínar tíðir, skal hún vera sjö daga í sínum óhreinleika, og hvör sem snertir hana er óhreinn til kvölds.20Allt það sem hún liggur á á meðan hún hefir tíðirnar verður óhreint, og allt sem hún situr á verður óhreint.21Sá sem snertir sæng hennar, skal þvo sín klæði og lauga sig í vatni, og er óhreinn allt til kvölds;22og sérhvör sem snertir nokkuð það, sem hún hefir setið á, skal þvo klæði sín, lauga sig í vatni og vera óhreinn til kvölds.23Sæng hennar og það sem hún hefir setið á, það saurgar allt til kvölds, ef maður snertir það.24Ef nokkur sængar hjá henni og tíðablóð hennar kemur á hann, þá er hann óhreinn í sjö daga, og hvör sú sæng sem hann liggur á verður óhrein.
25Þegar kona hefir blóðlát marga daga, annaðhvört ekki á venjulegum tíma, eða fram yfir (venjulegan) tíðatíma, þá er hún óhrein á meðan hennar tíðaóhreinleiki varir, eins og hún hefði sínar venjulegu tíðir.26Hvör sæng sem hún hefir hvílt á og sérhvað það sem hún hefir setið á, á meðan hún hafði blóðlátin, verður óhreint, eins og sæng sú og sæti, sem hún brúkar, þegar hún hefir sínar reglulegu tíðir.27Hvör sem snertir nokkuð af því, verður óhreinn, skal þvo klæði sín og lauga sig í vatni, og er óhreinn til kvölds.28En þegar hún verður hrein af blóðlátunum, þá skal hún telja sjö daga, og þá er hún orðin hrein.29En á 8da deginum skal hún taka tvær turtildúfur eða tvo dúfuunga, og færa þá prestinum fyrir samkundutjaldbúðardyrnar;30og presturinn skal tilreiða annan til syndafórnar og hinn til brennifórnar, og forlíka þannig fyrir Drottins augliti, fyrir þá (konu), sem vegna blóðláts hefir verið óhrein.
31Látið Ísraelsbörn halda sér frá því sem óhreint er, að þeir ekki skuli deyja vegna þeirra óhreinleika, undir eins og þeir saurga minn bústað, sem er mitt á meðal þeirra.32Svona hljóða lögin um þann sem sáðfall hefir, og þann sem saurgast hefir af samræði við konu,33og um þá (konu) sem sjúk er af sínum tíðum, um karlmann sem hefir sáðfall og konu sem blóðlát hefir, og um karlmann sem sængar hjá þeirri konu, sem er óhrein.
Þriðja Mósebók 15. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:41+00:00
Þriðja Mósebók 15. kafli
Um sæðisfall karlmanna og tíðir kvenna, og hvörnig þau hreinsast skuli.
V. 7. Sá sem snertir, o.s.frv. nefnil. konan eða læknirinn.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.