1Vissulega er eg líka dauðlegur maður, líkur öllum (öðrum), niðji þess sem fyrst var skapaður af jörðu,2og eg var myndaður sem hold í móðurlífi á 10 mánaða tíma, í blóð samanrunnin af manns sæði, og í munaði, samfarasvefni.3Líka dró eg að mér, þá eg var fæddur, það sameiginlega loft, og datt á þá samkynja jörð, og mitt fyrsta hljóð, líkt hjá öllum, sendi eg frá mér grátandi.4Í reyfum var eg uppfóstraður með áhyggju,5því enginn kóngur hafði aðra byrjun tilverunnar;6heldur hafa allir sama inngang til lífsins, og líkan útgang.
7Því bað eg, og hyggindi voru mér gefin; eg kallaði og til mín kom andi spekinnar.8Eg matti hana meir en veldisspírur, og hásæti og ríkdóm mat eg einkis í samanburði við hana,9ekki tók eg heldur til jafns við hana ómetanlega gimsteina; því allt gull er, hjá henni, lítið sandkorn, og sem skarn er silfur að reikna, móts við hana.10Eg elskaði hana meir en heilbrigði og fríðleika, og kaus heldur að eiga hana en ljósið, þar eð hennar ljómi slokknar aldrei.11En mér hlotnuðust með henni öll gæði, og ótölulegur auður í hennar höndum.12Og eg gladdi mig við allt, því spekin kom með það; en eg vissi ekki að hún var þess móðir.13Saklauslega nam eg, og öfundslaust miðla eg, hennar auð fel eg ekki.14Því óþverrandi sjóður er hún mönnunum. Hvör sem hann brúkar, sá hefir (gjörir) vináttu við Guð, og mæla fram með honum þær gáfur, sem spretta af menntaninni.15En Guð veiti mér að tala eftir ósk, og að hugsa verðugt því sem (mér) er gefið! Því hann er leiðtogi til spekinnar, og Stjórnari þeirra spöku.16Því í hans hendi erum vér og vort tal og öll hyggindi og framkvæmdakunnátta.17Því hann gaf mér ósvikula þekkingu hlutanna, að skilja byggingu heimsins og kraft frumefnanna,18upphaf og endir og miðju tímans, umrásarinnar gang, og árstíðanna umskipti,19áranna hringhlaup og stjarnanna stöðu,20náttúru skepnanna og geðríki villudýranna, krafta andanna, og hugsanir mannanna, mismun jurtanna og kraft rótanna;21og eg þekkti hvað eina sem hulið var og opinbert er;22því spekin, allra hluta meistari, kenndi mér það. Því í henni er skynugur, heilagur, eingetinn, margskiptur, fínn, kviklegur, lýsandi, flekklaus, bjartur, ómeiðanlegur, hið góða elskandi, beittur, óhindranlegur, góðsamur,23vinsamlegur, fastur, viss, áhyggjulaus, allt megnandi, allt sjáandi, og alla skynuga, hreina-blíða-anda, gegnumfarandi andi.24Því kviklegri enn öll hreyfing er Spekin; hún fer og þrengir sér í gegnum allt, því hún er svo hrein,25því hún er andi (andardráttur) Guðs máttar, og fær útrás af dýrð, þess sem yfir öllu drottnar: þess vegna getur ekkert saurugt í hana blandast.26Því hún er geisli þess eilífa ljóss, blettlaus spegill Guðs framkvæmdar og mynd hans gæsku.27Hún er ein, og megnar þó allt, hún verður hin sama, og endurnýjar þó allt, hún flytur í heilagar sálir frá kyni til kyns, tilreiðir Guðs vini og spámenn.28Því Guð elskar ekkert nema þann sem við spekina er í sambúð.29Hún er fegri en sólin og efri öllum stjarnaröðum, borin saman við ljósið, reynist það, að hún hefir yfirburði.30Því nóttin kemur eftir það, en mót spekinni megnar ekkert vonskunnar ofbeldi.
Speki Salómons 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:29+00:00
Speki Salómons 7. kafli
Hvörnin spekinnar skal leita, og hvað hún sé.
V. 18. Umrásar: nl. himintunglanna.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.