1En réttlátra sálir eru í Guðs hendi og engin pína snertir þær.2Í heimskingjanna augum sýnast þeir dauðir vera, og þeirra burtför er þeim álitin ógæfa,3og þeirra viðskilnaður við oss eyðilegging. En þeir eru í friði.4Og þó þeir eftir mannaáliti verði fyrir hegningu, svo eru þeir samt vongóðir um ódauðlegleika.5Eftir litla hirtingu munu þeir verða ríkuglega sælir; því Guð hefir prófað þá og fundið þá maklega fyrir sig.6Eins og gull í deiglunni hefir hann þá prófað og meðtekið þá sem fullkomna geðþekka fórn.7Og þegar þeirra umbunartími kemur, mun af þeim ljóma og (sá ljómi) sem neistar, yfir strá fara.8Þeir munu dæma fólk og yfir þjóðum drottna, og Drottinn mun vera þeirra kóngur að eilífu.9Þeir sem honum treysta munu við sannleikann kannast, og þeir sem trúir eru í elskunni, munu hjá honum vera; því náð og miskunnsemi er (hlutdeild) hans útvöldu.
10En þeir guðlausu munu líða hegningu samboðna þeirra þenkingarhætti, þeir sem forsmáðu þann réttláta, og féllu frá Drottni.11Því hvör sem forsmáir visku og menntun er ólukkulegur, og hégómi er þeirra von og starf þeirra ónýtt og verk þeirra gagnslaus.12Konur þeirra eru heimskar, og börn þeirra vond.13Bölvað er þeirra kyn, því sæl er sú ófrjóvsama óflekkaða kona, sem ekki þýddist mann í misgjörningi; hún mun meðtaka laun, þá sálunum verður endurgoldið.14Og (sæll er) geldingurinn sem engin rangindi aðhefst með sinni hendi, og ekki hefir upphugsað illt móti Drottni; því hann mun fá útvalin laun fyrir sinn trúskap og í musteri Drottins geðfellt hlutskipti.15Því góð viðleitni ber ágæta ávexti, og vísdómsins rót deyr ekki.16En hórbörn ná ekki takmarkinu, og sæði ólöglegrar samsængunar mun týnast.17Því þó þeir jafnvel fái langlífi, svo verða þeir lítilsmetnir, og þeirra elli seinast ærulaus.18En ef þeir deyja skjótt, hafa þeir enga von, og enga huggun, á úrskurðar deginum.19Því ranglátt kyn fær slæman enda.
Speki Salómons 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:29+00:00
Speki Salómons 3. kafli
Sama efni.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.