1Því var þeim (egypsku) með slíkum dýrum maklega refsað og þeir píndir með fjölda ýmislegra kvikinda.2Í stað þessa straffs auðsýndir þú gott þínu fólki, og tilreiddir handa því nýjar vistir, nefnil. baktölur til fæðslu, þá það langaði í sælgæti,3svo að hina, þrátt fyrir lyst til fæðslu, stuggaði við náttúrlegri löngun vegna viðbjóðslegs útlits þeirra sendu dýra, en þessir, eftir skammvinnan skort, skyldu neyta nýrra vista.4Því óumflýjanlegur skortur hlaut að koma yfir kúgarana, en þessum skyldi aðeins sýnt verða hvörnig þeirra óvinir voru píndir.
5Því þegar óttalegt villudýraæði kom líka yfir þá, og þeir liðu tjón af biti bugðóttra höggorma, var þín reiði ekki ævarandi,6heldur voru þeir um stuttan tíma hræddir til viðvörunar, og fengu frelsunarmerki, til að minna þá á boðorð þíns lögmáls.7Því hvör sem sneri sér að því, frelsaðist, ei af því sem hann sá, heldur af þér, frelsari allra.8En með því kenndir þú vorum óvinum, að þú ert sá, sem frelsar frá öllu illu.9Því þá deyddi bit engisprettanna og flugnanna, og ekkert læknismeðal fannst þeirra lífi, af því þeir voru maklegir að verða fyrir hegning af þessum dýrum.10En á þínum sonum vann jafnvel ekki sú eitrispúandi drekatönn; því þín miskunnsemi kom til hjálpar og læknaði þá.11Því til að minna þá á þín orð voru þeir stungnir og skjótt læknaðir, svo þeir myndu til þinna velgjörninga, og féllu ekki í djúpa gleymsku.12Því hvörki jurt né plástur gjörði þá heila, heldur þitt orð, Drottinn, sem allt læknar.13Því þú hefir vald yfir lífi og dauða; þú færir niður að hliðum undirheima, og færir þaðan aftur.14Maðurinn þar á móti myrðir að sönnu í sinni illsku, en þann útfarna anda sækir hann ekki aftur og leysir ekki þær burtteknu sálir.15En að sleppa undan þinni hendi er ómögulegt.16Því hinir guðlausu, sem sögðust ekki þekkja þig, voru af mætti þíns arms húðflettir, því þeir voru ofsóttir með óvenjulegum hríðum og hagli og steypiskúrum, er ei varð undanflúið, og af eldi afmáðir.17En það undarlegasta var, að eldurinn gjörði hvað mest að verkum í því allt slökkvanda vatni; því heimurinn stríðir fyrir þá réttlátu.18Stundum að sönnu, lægði bálið sig, til þess að það skyldi ei eyða þeim dýrum, sem send voru móti þeim guðlausu, heldur skyldu sjá þau, og viðurkenna að þeim var þröngvað af Guðs refsidóm.19En stundum brann það mitt í vatninu ákaflegar en eldsins makt er, svo að það afmáði gróða þess rangláta lands.20Þar á mót fæddir þú þitt fólk með englafæðu, og sendir þeim brauð, tilbúið frá himni, fyrirhafnarlaust, sem veitti alla unaðsemd og var eftir allra smekk.21Því þínar vistir sýndu þínum börnum þinn sætleika, og í því þær þénuðu girnd þeirra, sem þær meðtóku, breyttust þær í það sem hvör vildi.22En snjórinn og klakinn (manna) þoldi eldinn, og bráðnaði ekki, svo þeir könnuðust við að sá logandi eldur, sem tindraði í haglinu og hretskúrunum, fordjarfaði óvinanna ávexti,23en þessi sami (eldur) gleymdi aftur sínum eiginlega krafti, til þess að þeir réttlátu fengju næringu,24því þín sköpun, þjónandi þér, Skaparanum, eflir sinn kraft til hegningar þeim ranglátu, og hættir svo, til góðs þeim sem þér treysta.25Því hún (sköpunin) þá í alla hami, og vann að þinni allt nærandi gáfu, eftir vild hinna þurftugu,26svo að þínir synir, sem þú, Drottinn, elskaðir, lærðu að ekki einasta gróði ávaxtanna nærir mennina heldur þitt orð, sem viðheldur þeim, sem treysta þér.27Því það sem eldurinn ekki eyddi, bráðnaði óðar, hitað af stuttu sólskini,28svo kunnugt yrði, að menn fyrir sólaruppkomu ættu að þakka þér og áður en birtir, tilbiðja þig.29Því von hins óþakkláta mun bráðna sem vetrarhrím, og renna sundur sem ónýtt vatn.
Speki Salómons 16. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:34+00:00
Speki Salómons 16. kafli
Dæmi af Gyðingasögu.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.