1Símon Oníason, höfuðprestur, endurbætti, meðan hann lifði, húsið, og gjörði musterið rambyggilegt á sínum dögum.2Og af honum var uppbyggð tvöfalt hærri musterisins girðing allt um kring.3Á hans dögum var minnkað vatnsílátið úr eirinu, að vídd líkt hafi.4Hann bar umhyggju fyrir að lýður hans yrði ei fyrir slysum, og gjörði borgina rambyggilega gegn umsátrum.
5Hvörsu dýrðlegur var hann í umgengni sinni við lýðinn, þá hann gekk fram úr húsi fortjaldsins!6Eins og morgunstjarnan mitt í skýi, eins og fullt tungl;7eins og sólin, þá hún skín á musteri hins æðsta, og eins og regnboginn, þá hann lýsir í dýrðarinnar skýjum;8eins og blómleg rós á vor tíma, eins og lilja við vatnslind, eins og greinir á Líbanon á sumardegi;9eins og eldur og reykelsi í glóðarkeri;10eins og ker af skíru gulli prýtt allsháttar gimsteinum;11eins og frjóvsamur viðsmjörsviður, eins og furutré sem nær til skýjanna.12Þegar hann klæddist þeim dýrðlega kyrtli, og setti á sig það algjörðasta skart, upplýsti hann allan helgidóminn, í því hann gekk upp að því helga altari.13En er hann tók við fórnarstykkjunum úr höndum prestanna, og þá hann stóð sjálfur við altarisins eldstó,14en bræður hans allt í kringum hann, svo var hann sem sedrusviðargrein á Líbanon; og þeir umkringdu hann sem pálmaviðargreinir.15Og allir Aronssynir voru í sínu skarti, og höfðu Drottins fórn í sínum höndum frammi fyrir öllum Ísraelssöfnuði;16og til að fullkomna þjónustugjörðina á altarinu, og til að krýna fórn hins æðsta alvalda stjórnara,17útrétti sína hönd til fórnabollans og dreypti víni, og hellti á altarisfótinn sætleiks ilm, handa þeim æðsta konungi alls (heimsins).18Þá kölluðu Aronssynir með hárri raust, blésu í básúnurnar, og létu sína raust hátt við kveða, til endurminningar fyrir þeim æðsta.19Þá féll allt fólkið á sitt andlit til jarðar, til að tilbiðja frammi fyrir sínum Drottni, heimsins stjórnara, Guði þeim æðsta.20Og sálmasöngvarar lofuðu hann með sinni raust, og í öllu musterinu kvað við sá sæti söngur.21Og fólkið bað til Drottins, þess æðsta, með bænum, frammi fyrir þeim miskunnsama, þangað til þeirri fögru (þjónustugjörð) Drottins var lokið, og þeir höfðu fullnustu gjört sínum embætti.22Þá sté hann niður og hóf sínar hendur yfir allan söfnuð Ísraelssona til að vegsama Drottin með sínum vörum, og víðfrægja hans nafn.23Og hann ítrekaði bænina til að meðdeila þeim Drottins blessan.
24Og vegsamið nú Guð allir, hann, sem að allstaðar gjörir mikla hluti, sem frá móðurlífi farsælir vora daga, og breytir við oss eftir sinni miskunnsemi.25Hann gefi oss glaðvært hjarta og að friður sé á vorum dögum í Ísrael, eins og á fyrri dögum;26að hann veiti oss sína miskunn og frelsi oss á sínum tíma!
27Tvær þjóðir hatar mín sál, og sú þriðja er ekki þjóð.28Þá sem búa á fjallinu Seir, Filisteana, og það fávísa fólk sem býr í Sikem.
29Þekkingar- og hyggindalærdóm hefi eg skrifað í þessa bók, eg Jesús Síraksson frá Jerúsalem, hvör eð hellti spekinni úr sínu hjarta.30Sæll er sá, sem iðkar þetta; og hvör sem það varðveitir í sínu hjarta mun verða vitur.31Því þegar hann breytir eftir því, svo mun hann megna allt, því ljós Drottins upplýsir hans veg.
Síraksbók 50. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:46+00:00
Síraksbók 50. kafli
Sama efni.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.