1sem elskaður var af Guði og mönnum, Móses, hvörs endurminning (er) í blessan.2Hann gjörði hann líkan dýrð enna heilögu, og gjörði hann mikinn til skelfingar óvinunum.3Fyrir hans orð lét hann táknunum linna, gjörði hann vegsamlegan fyrir kóngunum, gaf honum skipanir til síns fólks, og lét hann sjá nokkuð af sinni dýrð.4Vegna hans trúmennsku og hógværðar vígði (kaus) hann hann, útvaldi hann af öllu holdi.5Hann lét hann heyra sína raust, og leiddi hann inn í skýið,6og gaf honum boðorðin frammi fyrir sér, lögmál lífsins og spekinnar, að hann skyldi kenna Jakob sinn sáttmála og Ísrael sín réttindi.
7Aron bróður hans, af Leví ættkvísl, hóf hann sem heilagan jafnt honum.8Hann gjörði við hann eilífan sáttmála, og gaf honum fólksins klerkdóm.9Hann gjörði hann sælan með fögru skarti og girti að honum dýrðarinnar kyrtil.10Hann klæddi hann æðstu viðhöfn og bjó hann dýrum búningi, hosum (brókum), síðkyrtli og hökli.11Og hann girti hann með granateplum úr gulli og mörgum bjöllum allt um kring, svo þær gæfu frá sér hljóm, er hann gekk, til þess að hljóðið heyrðist í musterinu, til endurminningar fyrir sonu hans fólks.12Með þeim helga kyrtli, gulli, bláum og rauðum purpura, útofnu verki, orði dómsins, merkjum sannleiksins,13glitofnu skarlati, með snilldarverklagi, dýrum steinum, stungnum sem signet, í gullumgjörð með steinskeraverki, til endurminningar með inngröfnu letri, eftir tölu Ísraels ættkvísla.14(Hann setti) gullkrans á ennisbandið (höfuð), innsiglisletur helgidómsins, heiðursskart, dýrt verk, unun augnanna, fagurlega prýði.15Fyrir hann var ekkert þvílíkt til, allt til elstu tíma.16Enginn af annarri ætt íklæddist (þessu), hans synir einir og þeirra niðjar æ og ætíð.17Hans fórnir eru daglega, ætíð tvisvar, framreiddar.18Móses a) vígði hann og smurði hann með því heilaga viðsmjöri.19Það varð honum að eilífum sáttmála og hans ætt, svo lengi sem himinninn stendur, að þeir skyldu honum þjóna og vera prestar og blessa hans lýð í hans nafni.20Hann valdi hann af öllum sem lifðu, að hann skyldi frambera Drottni fórn, reykoffur og þægilegan ilm til endurminningar, og til að friðþægja (fyrir) fólkið.21Hann gaf honum í sínum boðorðum vald yfir dómanna setningum, til þess að kenna Jakob vitnisburðina og upplýsa Ísrael með hans lögmáli.
22Ótrúir menn gjörðu samtök móti honum og öfunduðu hann í eyðimörkinni: þeir Datan og Abiram og Kóra flokkur, í reiði og grimmd,23það sá Drottinn og mislíkaði það og þeir urðu afmáðir í reiðinnar grimmd.24Hann lét þá verða fyrir undrum, svo hann tortíndi þeim með báli síns elds.25Og hann jók Arons heiður og gaf honum arf, frumgróða lét hann verða hans hlutdeild; ákvað einkanlega ríkuglegt brauð.26Því þeir eta af Drottins fórnum, sem hann gaf honum og hans ætt.27Í landi fólksins skulu þeir aðeins enga eign eiga, og enga hlutdeild hefir hann (Aron) með fólkinu. Því hann sjálfur (Drottinn) er þeirra hlutdeild og eign.
28Og Fíneas Eleasarsson, var sá þriðji að verðugleika, því hann vandlætti með guðhræðslu,29og stóð fast með trúskap síns góða sinnis, þá lýðurinn fráhverfðist og friðþægði Ísrael,30því var friðarsáttmáli við hann gjörður, að hann skyldi vera forstöðumaður prestanna og síns fólks, að hann og hans ætt skyldi að eilífu kennimannstign hafa.31Og eftir sáttmálanum við Davíð, son af Júda ættkvísl, gengur erfð kóngsins frá syni til sonar; eins tilheyrir Aroni erfðin og hans niðjum. Gefi (Guð) yður vísdóm í yðar hjörtu til að dæma hans lýð með réttvísi, svo hans gæði ei tapist, og hans dýrð (lendi) hjá hans afkomendum!
Síraksbók 45. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:46+00:00
Síraksbók 45. kafli
Sama efni.
V. 18. Eiginl. fyllti hans höndur, gaf í hönd embættið.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.