1Ó dauði! hvörsu beisk er þín tilhugsan þeim manni, sem nýtur í ró sinna eigna, þeim manni sem lifir áhyggjulaus,2þeim sem vel vegnar í öllum hlutum, og sem enn nú er fær um næringu til sín að taka!3Ó dauði! æskilegur er þinn dómur þeim þurftuga,4þeim hruma og aldraða, þeim sem er í mörgum raunum, þeim vonlausa, sem hefir misst þolgæðið!5Hræðstu ekki dauðans dóm! Hugsaðu til þeirra sem á undan voru og eftir koma: þessi dómur er af Drottni lagður á allt hold.6Og hvað mælist þú undan vilja hins æðsta? Veri það tíu, veri það hundrað, veri það þúsund ár.7Í undirheimum er engin klögun yfir lífinu.
8Viðbjóðsleg börn verða syndaranna börn, og þau sem ganga í guðlausra bústöðum.9Arfur syndaranna barna hverfur og hjá þeirra kyni viðvarir skömmin.10Börnin gefa brígslyrði guðlausum föður, því sökum hans eru þau forsmáð.11Vei yður guðlausu menn, sem horfið hafið frá lögmáli ens æðsta.12Þegar þér fæðist, svo fæðist þér til bölvunar; og þegar þér deyið, svo verðið þér bölvunarinnar hlutskipti.13Allt af jörðu, hverfur aftur til jarðarinnar; eins fara þeir guðlausu frá bölvun til tortíningar.14Mannanna þjáning viðvíkur þeirra líkömum, en nafn syndaranna sem ekki er gott mun verða afmáð.15Haf þú áhyggju um nafn þitt, því það geymist þér betur enn þúsund stórir fjársjóðir af gulli.16Hægt er að telja daga hins góða (sæla) lífs, en gott nafn varir eilíflega.
17Börn, fylgið menntuninni í friði (velgengni)! En falinn vísdómur og ósýnilegur sjóður, hvað notar þetta hvörttveggja? Betri er sá maður sem felur sína heimsku, en sá maður sem felur sína visku.18Feilið yðar því eftir mínu orði!19Því að forðast sérhvörja feilni er ekki gott, og ekki er henni ætíð með sanni hrósað.20Skammist yðar fyrir lauslæti hjá föður og móður, og fyrir lygi hjá furstum og höfðingjum;21hjá dómara og yfirboðara fyrir misgjörð; hjá söfnuðinum og fólkinu fyrir lagabrot;22hjá kunningjum og vinum fyrir ranglæti; og fyrir þjófnað á þeim stað, hvar þú átt heima; og frammi fyrir sannleika Guðs og sáttmálans;23og fyrir það að styðja alboganum á brauðin;24fyrir sérdrægni (hnupl) í útlátum og tekjum; fyrir það að taka ei undir, þá yður er heilsað;25fyrir það að stara á skækju; og snúa andlitinu frá ættingja;26fyrir það, að draga í hlé part og gjöf og að virða fyrir þér gifta konu;27fyrir það, að hænast að ambátt annars manns, og kom þú ei nærri hennar sæng,28fyrir meiðandi tal hjá vinum, og hafir þú eitthvað gefið, þá brigsla ekki um það,29fyrir það að hafa eftir, það sem þú hefir heyrt og að uppljósta leyndarmálum: þá ert þú réttilega feilinn og finnur hylli hjá öllum mönnum.
Síraksbók 41. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:46+00:00
Síraksbók 41. kafli
Sundurlaus sannmæli.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.