1Miskunna oss Drottinn, Guð yfir öllu, og lít niður!2Lát ótta fyrir þér koma yfir allar þjóðir.3Lyft upp þinni hendi móti annarlegum þjóðum, og lát þær kenna á þínu veldi!4Eins og þú ert helgaður fyrir þeirra augum vor á meðal, svo gjör þig vegsamlegan á þeim, fyrir vorum augum,5að þeir þekki þig, eins og vér höfum þekkt, að ekki er Guð til nema þú, Drottinn!6Endurnýja táknin, gjör aftur furðuverkin;7gjör vegsamlega þína hönd og þinn hægri arm!8Vek þitt geð, úthelli þinni reiði!9Tortín mótstandaranum, sundurmer óvininn.10Hraða (hegningar)tíðinni, og minnstu eldsins, og þín stórvirki skulu víðfrægjast.11Í reiði eldsins farist sá sem sér hefir bjargað, og undirþrykkjendur þíns fólks finni glötunina!12Sundurmola höfuð óvinanna foringja, sem segja: enginn er maður nema vér!13Safna öllum Jakobs ættkvíslum, og lát þær vera þína eign, eins og í upphafi!
14Miskunna þig, Drottinn! yfir þitt fólk, sem nefnt er eftir þínu nafni, yfir Ísrael, sem þú mattir jafnt við frumgetinn son!15Miskunn þig yfir stað þíns helgidóms, Jerúsalem, borg þíns bústaðar!16Fyll Síon með lofgjörð þinna fyrirheita, og þinn lýð með þínu hrósi.17Gef vitnisburð þinni sköpun (Ísraelsfólki) frá upphafi, og uppfyll spádóma í þínu nafni (boðaða).18Umbuna þeim sem þér treysta , og lát (menn) trúa þínum spámönnum!19Heyr, Drottinn! bæn þeirra sem þig ákalla, eftir blessan Arons yfir þínum lýð, svo að allir sem á jörðu búa, kannist við að þú, Drottinn! ert eilífur Guð.
20Maginn tekur við allsháttar fæðu; þó er ein fæða betri en önnur.21Gómurinn finnur smekkinn af kjöti villidýrsins: eins sá skynugi af lygatali.22Prettvíst hjarta ollir sorg, en vel reyndur maður veit að launa honum það.23Konan tekur öllu karlkyni, en ein dóttir er betri en önnur.24Konunnar fegurð hýrgar andlitið, og yfirgnæfir alla girnd mannsins.25Sé á hennar tungu miskunn (elska) og hógværð, þá er hennar maður æðri mannanna sonum.26Sá sem eignast konu, byrjar að eignast hjálp sér samboðna, og stoð sinnar hvíldar.27Þar sem engin girðing er, verður eignin eyðilögð, og þar sem (hússmóðir) er ekki, þar andvarpar ferðamaðurinn.28Því hvör trúir vel útbúnum reyfara, sem flakkar úr borg í borg? Sömuleiðis (trúir enginn) þeim manni sem hvörgi á heima, og leitar gistingar þar sem hann kvöldar uppi.
Síraksbók 36. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:46+00:00
Síraksbók 36. kafli
Bæn.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.