1Hafi menn gjört þig að forstöðumanni (í gestaboði) þá vertu ei mikill á lofti; vertu meðal þeirra sem einn af þeim; annastu þá og set þig svo!2þegar þú hefir algjörlega gegnt þínu embætti, svo set þig niður,3svo þú hafir gleði af þeim, og fáir hjá þeim kransinn fyrir þá fallegu (niðurskipun) frammistöðu.4Tala þú, gamli maður, því þér sæmir það, með greind;5Samt skaltu ekki trufla sönglistina.6Hvar hún heyrist skaltu ekki þvætta, og trana ei fram þinni visku í ótíma.7Signetshringur af rúbin í gullprýði er samspil hljóðfæra við samdrykkju.8Signetshringur úr smaragð í gullumgjörð,9er hljóðfærasláttur söngmanna við sætt vín.
10Tala, ungi maður, þegar þörf er, varla tvisvar, þegar þú ert spurður.11Vertu gagnorður, með fáum (orðum) mikið.12Eins og sá sem veit, en þegir þó.13Meðal göfugra manna gjör þig ei þeim jafnan, og meðan annar talar, þá skvaldra ekki mikið.14Eldingin hraðar sér undan þrumunni, og hylling gengur á undan sneypunni.15Stattu upp í tíma og vertu ei hinn seinasti; far heim til þín og drolla ekki.16Gamna þér þar og gjör hvað þú vilt, en syndga ekki með oflætistali.17Og auk þessa þá lofa þinn skapara, sem endurnærir þig með sínum gæðum.
18Hvör sem óttast Drottin, þiggur tilsögn, og hvör sem snemma (hennar) leitar, finnur (Guðs) velþóknan.19Hvör sem lögmálið rannsakar, sá verður af því mettaður, en hvör sem hræsnar, þeim verður það að falli.20Þeir sem óttast Drottin, finna hið rétta, og láta réttar úrskurði lýsa sem ljós.21Syndarinn sneiðir sig hjá ávítum og eftir vild sinni finnur hann afbötun.22Hugsunarsamur maður forsmáir ekki eftirþanka;23en sá afundni og drambláti hefir engan ótta, jafnvel ei eftir hugsunarlaust verk.24Gjör ekkert án yfirvegunar, ef þú breytir svo, munt þú ekki iðrast þess.25Far ei þann veg sem hætt er við hruni, svo munt þú ekki hrasa um grjót.26Trúðu ekki sléttum vegi, og vara þig jafnvel á þínum börnum.27Treystu þinni sál í hvörju verki, því líka þetta er varðveisla boðorðanna.28Hvör sem trúir lögmálinu, gefur gaum boðorðunum: og hvör sem treystir Drottni, sá mun ei verða fyrir skaða.
Síraksbók 32. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:40+00:00
Síraksbók 32. kafli
Sama efni.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.