1Sæll er sá maður sem á góða konu, hans dagatal tvöfaldast.2Væn kona gleður sinn mann, og hann endar sín ár í friði.3Góð kona, gott hlutfall: hún verður þeirra hlutskipti sem óttast Drottin.4Veri hann ríkur eða fátækur, hans hjarta er samt ánægt, ávallt hans andlit glaðlegt.5Við þrjá hluti er mitt hjarta hrætt, og eg hefi framfallandi afbeðið þann fjórða.6Rógburð í borginni, uppreist almúgans og álygar til dauða;7þetta allt er þungbært.8Hjartans angur og sorg er sú kona, sem vandlætir um aðra og lætur svipu sinnar tungu ganga yfir alla.9Vond kona (er) baldið akneytapar,10hvör sem til hennar seilist, nær skorpíoni (ormi).11Drykkjukona er mikil plága; hún hylur ekki eigin blygðan.12Lauslæti konunnar þekkist af hennar gíruglegu augum og af hennar augnalokum.
13Haf þú gott taumhald á ófeilinni dóttur, að hún finni ekki slakan taum og noti sér það.14Tak þú eftir hennar ósvífna augnaráði, og láttu þér ekki koma óvart þó hún brjóti á móti þér.15Eins og þyrstur göngumaður opnar hún munninn, og drekkur af hvörju sem helst nálægu vatni; gagnvart sérhvörjum tjaldhæl sest hún niður, og opnar, fyrir pílunni, örvamælirinn.
16Konunnar yndislegleiki veitir unaðsemd hennar manni, og hennar hyggindi hella merg í hans bein.17Fámálug kona er Drottins gáfa,18og hyggin sál er ómetanleg.19Hreinlíf kona er ununarsamleg,20og ekkert jafnast við bindindissama sálu.21Sú upprennandi sól á Drottins himni, og fegurð góðrar konu, er sem prýði hennar húss.22Lampi geislandi á þeim heilaga ljósastjaka og fegurð (hennar) andlitis á föstum aldri.23Gullstólpi á silfursæti,24og fríðir fætur á sólum þeirrar velvöxnu a).
25Af tvennu hryggist mitt hjarta, og af því þriðja illskast eg:26þegar stríðsmaðurinn þolir skort af fátækt, og hyggnir menn verða lítilsmetnir;27og þegar einhvör snýr sér frá dyggð til syndar: Drottinn mun ætla hann sverðinu.28Trauðlega mun kaupmaðurinn varst misgjörð, og kramarinn verður hreinn af synd.
Síraksbók 26. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:40+00:00
Síraksbók 26. kafli
Sama er áframhaldið.
V. 24. a. Hér bæta nokkrar útleggingar inn þessum orðum; en þau eru ei í Seftúag: Barn mitt! geym þíns aldurs besta kraft í heilbrigði og gef ei annarlegum þinn styrk. Þegar þú hefir valið af öllum vellinum jarðgóða hlutdeild, sá þar þínu eigin sæði treystandi þínum kyngæðum, þá munu þín afkvæmi vel dangast og verða örugg af sínu góða kyni. Kona sú sem leigir sig, reiknast jöfn við svín, en sú sem er manni gift, hún reiknast dauðans turn þeim (sem vilja hana) brúka. Óguðrækin kona verður gefin sem hlutdeild ranglátum manni, en sú guðrækna þeim sem óttast Drottin. Ósiðsöm kona aðhefst vanvirðu, en siðsöm dóttir ber virðingu fyrir manninum. Óskammfeilin kona er reiknuð sem hundur, en sú, sem hefir feilni, óttast Drottin. Sú kona sem heiðrar mann sinn, þykir öllum vitur; en sú sem vanvirðir hann, verður öllum kunn sem óguðrækin í ofmetnaði. Sæll er maður góðrar konu; tala hans ára mun tvöfaldast. Að hárómaðri og tannhvassri konu skal lesta, til að snúa óvinum á flótta. En hvörs manns sál, lík þessum að háttsemi, verður til sinnis, sem hún væri í stríðs óróa.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.