1Drottinn, faðir og herra míns lífs! ofursel mig ekki þeirra vild, (: varanna) og lát mig ei, sökum þeirra, steypast í óhamingju!2Hvör hefir hirtingarvönd á lofti yfir mínum hugsunum og tilreiðir vísdómsmenntun mínu hjarta, að þetta (vöndurinn og menntunin) hlífist ei við mína bresti, og láti ei órefstar mínar misgjörðir,3svo að mínar yfirsjónir fjölgi ekki og mínar syndir saman hrúgist ekki, að eg ei falli fyrir augum minna mótstöðumanna, og minn óvinur hlakki ekki yfir mér!
4Drottinn, faðir og Guð míns lífs!5leyf mínum augum ekkert gírugt tillit, og snú frá mér girnd!6Lát búksins græðgi og munað ekki fjötra mig og ofursel mig ekki óskammfeilnu sinni!
7Lærið, börn, munnsins aga! hvör honum fylgir mun ei af sínum vörum fanginn verða.8Syndarinn verður ánetjaður og sá lastmálgi og drambsami falla sakir þeirra (varanna).
9Ven ekki þinn munn á að sverja, og ven þig ekki á að nefna þann heilaga!10því eins og sá þræll, sem ávallt er lamin, er ekki örkumlalaus:11svo getur ei sá, sem iðuglega sver og nefnir (Guðs nafn) verið syndlaus.12Sá sem oft sver, hleður á sig sekt, og refsingin verður ei langt frá hans húsi.13Hlaupi hann á sig, svo hleður hann á sig sekt; og verði hann þess ekki var, syndgar hann tvöfaldlega.14Og sverji hann til ónýtis, verður hann ekki réttlættur, heldur verður hans hús ofhlaðið af óhamingju.15Það tal er til sem umkringist á allar hliðar af dauða; það finnist ei í Jakobs húsi!16því langt frá þeim guðrækna er allt þessháttar, og þeir láta sig ei í syndum flækja.17Ven ekki munn þinn á óþveginn rustahátt; því þar í er syndugt tal.
18Mun þú til föður þíns og móður þinnar, þegar þú situr meðal göfugra (manna),19svo þú ei þessara vegna gleymir þeim (foreldrunum), og venjir þig ekki svo heimskuglega, að þú vildir helst ei af þeim borinn vera, og formælir þínum fæðingardegi.20Hvör sem venur sig á hæðnistal, sá verður alla sína ævi ósiðaður.21Tvennt eykur syndir og hið þriðja leiðir með sér reiði,22brennandi sál, eins og logandi eldur, slokknar ekki, fyrr en hún er uppbrunnin;23lostasamur maður hefir enga ró í sínum líkama, fyrr en hann hefir tendrað eld.24Hórkarlinum þykir allur matur sætur; hann hvílist ekki fyrri en hann er dauður.25Sá maður sem gengur framhjá sinni sæng, og með sér hugsar: „hvör sér mig?26Það er dimmt í kringum mig: veggirnir fela mig; enginn maður sér mig: hvað skal eg fælast? Sá æðsti mun ei minnast minnar syndar!“27Hann hefir aðeins ótta fyrir manna augum,28en hann veit ekki, að augu Drottins eru miklu skærari en sólin, horfa á alla mannanna vegu og sjá inn í þá heimuglegu afkima.29Allir hlutir voru honum kunnir, áður en þeir voru skapaðir; þá einnegin eftir að þeir eru fullgjörðir.30Slíkur maður mun á strætum staðarins verða fyrir refsingu,31og þar gripinn, sem hann síst ætlar.
32Eins sú kona sem yfirgefur sinn mann, og fæðir í heiminum erfingja með öðrum.33Því fyrst var hún óhlýðin boði hins æðsta, og í annan stað, hefur hún brotið við sinn mann, og í þriðja lagi hefir hún með hórdómi rofið hjónabandið, og fætt barn í heiminn með öðrum.34Slík kona mun verða leidd fram fyrir söfnuðinn, og hegningin kemur yfir hennar börn;35börn hennar munu engar rætur festa, og þeirra greinir enga ávexti bera.36Hún eftirskilur sína endurminning til bölvunar, og hennar skömm verður ekki afmáð.37Og svo læra niðjarnir, að ekkert er betra en ótti Drottins, og ekkert sætara en varðveisla Drottins boðorða.
Síraksbók 23. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:40+00:00
Síraksbók 23. kafli
Bæn móti misbrúkun tungunnar og illri girnd, ásamt þaraðlútandi snillyrðum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.