1Ofdrykkjusamur erfiðismaður verður ekki ríkur; hvör sem metur lítils það litla, fellur skjótt.2Vín og konur afvegaleiða þá vitru.3Og hvör sem samlagar sig skækjum er mjög hugsunarlaus. Mölur og ormar fá hann að erfð, og sú hugsunarlausa sál verður þangað hrifin.4Sá, sem skjótlega treystir, hefir lítið vit, og hvör sem syndgar, brýtur móti sinni sálu. l5Hvör sem fagnar yfir því illa, verðskuldar last, en hvör sem mótstendur girndunum, krýnir sitt líf, hvör sem drottnar yfir sinni tungu, lifir í ró; og hvör sem hatar mælgi, bakar sér lítið illt.6Talið skaltu aldrei upp aftur taka, og þitt verður ei minna fyrir það.7Seg hvörki vin né óvin frá (öllu).8Og sé þér það ekki synd, þá uppljósta engu.9Því (maðurinn) hann heyrir til þín, varar sig á þér, og hatar þig við tækifæri.10Hafir þú heyrt eitthvað, svo láttu það með þér deyja, vertu rólegur, þú rifnar ei af því (að þegja yfir).11Heimskinginn fær hríðir af einu orði, eins og jóðsjúk kona af barni.12Eins og píla sem stendur í mjöðminni, svo orð í innyflum heimskingjans.
13Kom að máli við vin þinn: kannske hann hafi ekki gjört það (sem honum er borið); og hafi hann gjört það, til þess hann gjöri það ei aftur.14Kom að máli við vin þinn: kannske hann hafi ekki sagt það; og hafi hann sagt það, að hann segi það ei aftur.15Kom að máli við vin þinn; því oft er (slíkt) óhróður; og trú ekki öllu sem talað er.16Einum verður á, en ekki af ásetningi; og hvör er sá sem aldrei hefir syndgað með sinni tungu?17Kom þú að máli við náunga þinn, áður en þú hótar og gef þú rúm lögmáli ens æðsta.
18Öll viska er ótti Drottins, og hlýðni lögmálsins er hjá allri visku.19Þekking vonskunnar er ekki viska, og ekki eru hyggindi þar sem að er ráðagjörð syndara.20Vonska er það, og hún er viðbjóður, og sá er dári, sem viskuna vantar.21Betra er að hafa lítinn skilning og vera guðhræddur, heldur en mikinn skilning og yfirtroða lögmálið.22Til er skarpskyggn sniðugleiki, en hann er ranglátur; og sumir meiða mannkærleikann, þá þeir leggja á dóm.23Margur illvirki sýnist bljúgur af sorg, en hans hið innra er fullt af prettum.24Hann hengir niður höfuðið, og læst ekki heyra; en hvar sem ei er eftir honum tekið, mun hann þig yfirfalla.25Og hafi hann ei orku til að syndga, gjörir hann þér illt, strax sem honum gefst tækifæri.
26Af sjóninni þekkist maðurinn, og sá skynsami þekkist strax sem menn mæta honum af sínu andliti.27Klæðnaður mannsins, hlátur tannanna og hans gangur, segja til hvað með honum býr.
Síraksbók 19. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:40+00:00
Síraksbók 19. kafli
Einstakar lífsreglur.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.