1Sá sem eilíflega lifir tilbjó jafnt alla hluti.2Að Drottni einum verður ekkert fundið. Engum lét hann auðnast að útskýra sín verk, og hvör getur rannsakað til hlítar hans miklu dásemdir?4Og hvör getur þar að auki talið upp votta hans miskunnsemi?5Menn geta hvörki minnkað né aukið, menn geta ekki útgrundað Drottins dásemdir.6Þegar maðurinn hefir endað, þá byrjar hann; og þegar maðurinn er hættur, svo er hann ráðalaus.7Hvað er maðurinn og hvar til dugir hann? Hvað er hans hið góða og hvað hans hið illa?8Hans dagatal er, þegar lifir lengi, hundrað ár. Eins og vatnsdropi úr hafinu og eitt sandkorn, svo þau fáu ár í eilífðarinnar tíð.9Því er Drottinn þolinmóður við þá, og úthellir sinni miskunnsemi yfir þá.10Hann sér og veit að þeirra endir er slæmur,11sakir þess er hann því sáttgjarnari.12Mannsins miskunnsemi nær til allra hans náunga, en Guðs miskunnsemi út yfir allt hold. 113Hann umvandar og agar og menntar og leiðir til baka, eins og hirðirinn sína hjörð. 114Hann miskunnar þeim sem taka aga og þeim sem leggja alúð á hans réttindi.
115Þegar þú veitir velgjörð, barn, þá varastu brígslyrði, og nær sem þú gefur, meiðandi tal. 116Kælir ekki döggin hitann? þannig er (gott) orð betra en gjöf. 117Er ekki eitt orð meira enn góð gáfa? en hvörttveggja fylgist að hjá blíðum manni. 118Dárinn brigslar óvinsamlega, og gjöf þess illmannlega daprar augun.
119Lær áður en þú talar,20og brúka læknismeðöl áður en þú verður veikur.21Rannsaka þig sjálfan áður en dómurinn kemur, svo muntu finna náð á refsingarinnar tíma.22Auðmýktu þig áður en þú verður sjúkur, og sýn umvendun þá tækifæri er til að syndga. Lát þig ei hindra að greiða heit á réttum tíma, og bíð ei til dauðans að réttlæta (lagfæra) þig.23Áður en þú lofar, tilreið þig, og vert ei sem sá er freistar Drottins.24Hugsa um reiði (Guðs) á dauðadeginum, og um hefndarinnar tíma, þegar hann snýr sínu andliti frá þér.25Hugsaðu til hungursins tíma á nægtanna tíma, til fátæktar og skorts á auðlegðarinnar tíma.26Frá morgni til kvölds breytir tíðin sér, og allt er fljótt frammi fyrir Guði.27Vitur maður er í öllu framsýnu, og á syndarinnar tíð varðveitir hann sig frá yfirtroðslu.28Hvör einn hygginn maður þekkir viskuna og lofar þann sem hana finnur.29Hvör sem er hygginn í orðum, sá breytir og hyggilega og framflytur snillyrði ríkuglega sem vel við eiga.
30Gakk ekki eftir þínum girndum, og legg taum við þínar eftirlanganir.31Ef þú lætur eftir þinni sál, það sem girndinni geðjast, svo gjörir þú þig sjálfan að gysi þínum óvinum.32Gleð þig ekki við mikið sællífi, og legg ei þinn skerf til þess heimboða.33Gjör þig ei snauðan með því að kosta til heimboða af lánuðu fé, þegar þú hefir ekkert framar í þínum sjóð.
Síraksbók 18. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:40+00:00
Síraksbók 18. kafli
Sama efni og nokkrar lífsreglur.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.