1Sá sem óttast Drottin mun svo gjöra, og hvör sem heldur sig til lögmálsins, mun hana finna.2Hún mun koma á móti honum eins og móðir, og taka við honum eins og jungfrú.3Hún mun mata hann á brauði skilningsins, og drykkja hann með vatni vísdómsins.4Hann mun styðja sig við hana, og ekki skeika; hann mun að henni hænast, og ekki verða til skammar.5Hún mun hefja hann yfir hans náunga, og mitt á samkomunni opna hans munn.6Glaðværð og fagnaðarkrans og eilífa frægð mun hann öðlast.
7Ekki fá hana óhyggnir menn, og syndarar sjá hana ekki.8Hún er fjærri drambseminni, og lygamenn hugsa ekki til hennar.9Ekkert fagurt lof er í syndarans munni, því það er ekki sent af Guði a).10Því lofgjörð verður aðeins sögð af visku, og Drottinn gefur sína blessan til þess.
11Seg ekki: sakir Drottins er eg fallinn frá, því það, sem hann hatar, átt þú ekki að gjöra.12Seg ekki: Hann sjálfur hefur leitt mig af leið, því hann, hann er ekki upp á þann synduga mann kominn.13Drottinn hatar alla viðurstyggð, og þeir, sem hann óttast, elska enga.14Hann hefir í upphafi manninn skapað, og gefið hann svo hans eigin vild.15Ef þú vilt, þá getur þú boðorðin haldið og varðveitt velþóknanlega hollustu.16Hann hefir sett fyrir þig vatn og eld: þú getur rétt út þína hönd til hvörs sem þú vilt.17Maðurinn hefir fyrir framan sig lífið og dauðann, og hvört sem hann kýs, það verður honum gefið.18Því mikil er Drottins viska, hann er voldugur að mætti,19og sér allt;20og hans augu horfa á þá sem hann óttast, og hann þekkir sérhvört mannanna verk.21Hann hefir engum manni boðið að hann skuli vera guðlaus, og engum leyft að syndga.
Síraksbók 15. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:34+00:00
Síraksbók 15. kafli
V. 9. a. Nl. það lof, sem er í syndarans munni.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.