1Spekin upplyftir höfði hins lítilmótlega og lætur hann fá sæti meðal höfðingjanna.2Hrósa engum manni fyrir hans fríðleika og fyrirlít engan sakir hans útlits.3Lítil er býflugan meðal þeirra fleygu (skepna), og sá fyrsti sætleiki er hennar ávöxtur.4Stær þig ekki af þínum klæðum, og hreyk þér ekki á heiðursins degi, því undarleg eru Drottins verk, og hulin eru Drottins verk með mönnum.5Margir drottnendur hlutu á jörð að sitja, og sá bar kórónu sem síst varði.6Margir voldugir þoldu mikla vanvirðu, og vegsamlegir menn komust í annarra hendur.7Lasta þú ekki fyrri en þú hefur rannsakað, prófa fyrst, refsa svo.8Svaraðu ekki fyrr enn þú heyrir, og talaðu ekki fram í annarra tal.9Stríð ekki vegna þess máls, sem þér kemur ekki við, og sit ekki dóm með syndurum.10Barn, sýslaðu ekki við margt, ef þú auðgar þig, þá verður þú ekki saklaus; og þó þú eltir það (: auðinn), svo nærðu því ekki, og þó þú flýir, kemst þú ekki undan.11Margur erfiðar og þreytir sig og hefir alla viðleitni, og verður því meiri skort að þola.12Annar er seinn á sér og þarf liðsinnis, og hefir skort á kröftum, en nægt af fátækt;13og augu Drottins líta á hann til góðs, og hann rykkir honum upp úr hans auðvirðilegleika, og upphefur hans höfuð, svo margir furða sig á honum.14Hamingja og óhamingja, líf og dauði, fátækt og auður kemur frá Drottni.15Drottins gjöf eiga þeir guðræknu vísa,16og hans velþóknan veitir ævarandi heill.17Margur verður ríkur fyrir sína nákvæmni og nísku, og18og það verður hans umbun,19svo hann getur sagt: Eg hefi fundið ró, og nú vil eg njóta minna gæða. En hann veit ei hvað þess er langt að bíða, að hann verður að láta þetta laust við annan og deyja.
20Stattu fastur í þínum sáttmála og iðka þig í honum, og vertu ætíð við þín störf.21Dástu ekki að verkum syndarans, treystu Drottni, og vertu stöðugur við þitt verk.22Því auðvelt er í Drottins augum að gjöra fátæklinginn ríkan skjótt og óvænt.23Drottins blessan er umbun þeirra guðræknu, og á stuttum tíma lætur hann sína blessan blómgast;24seg ekki: hvörs þarf eg? og hvör verður mín gæfa í frá þessu!25seg ekki, eg hefi nóg, og hvað illt getur mér hér eftir tilviljað?26Á gæfudögunum hugsa menn ekki til ógæfunnar, og á ógæfudögunum muna menn ekki til gæfunnar.27Því auðvelt er Drottni að endurgjalda mönnum á dauðadeginum eftir þeirra breytni.28Ein vond stund lætur manninn gleyma sællífinu, og þegar maðurinn deyr, koma hans verk í ljós.29Seg engan sælan fyrir sitt andlát, og maðurinn þekkist af sínum börnum.
30Leið ekki hvörn mann í þitt hús, því margir eru hnykkir svikarans.31Eins og ginningarfuglinn í fuglabúrinu, svo er hjarta þess drambsama og sem umsátursmaður bíður hann (þíns) falls.32Því það góða rangfærir hann með lymsku til ills, og á það ágætasta klínir hann hroðablettum.33Úr einum eldneista verður mikið bál, og syndarinn situr um blóð.34Vara þú þig á skálkinum, því hann smíðar illt, að hann ekki komi á þig eilífum skammarbletti.35Takir þú á móti framandi manni, svo mun hann gjöra þér ónæði og ófrið, og gjöra þig ókunnugan þínum.
Síraksbók 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:34+00:00
Síraksbók 11. kafli
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.