1Og Davíð safnaði í annað sinn einvalaliði af Ísrael, 30 þúsundum manns.2Og hann tók sig upp og lagði af stað, Davíð og allt fólkið, sem hjá honum var, úr Júda borgum, til að flytja Guðs örk þaðan (sem hún var) fyrir hvörri úthrópað er nafnið, Allsherjar Drottins nafn, hans sem situr í hásæti yfir kerúbim.3Og þeir fluttu Guðs örk á nýjum vagni, og tóku hana úr húsi Abínadabs, sem var í Gíbea b), en Usa og Ahio synir Abínadabs, óku þeim nýja vagni.4Þeir tóku hana úr Abínadabs húsi, sem var í Gíbea, og Usa gekk með Guðs örk, en Ahi gekk á undan örkinni.5Og Davíð og allt Ísraels hús lék fyrir Drottni með allra handa hljóðfærum úr kýprusvið, með hörpum, hljóðpípum, trumbum, bjöllum og básúnum (kymbelum).6Og sem þeir komu til hlöðu Nakons, rétti Usa sína hönd út og greip til Guðs arkar, því akneytin höfðu snúið af leið.7Þá upptendraðist reiði Drottins gegn Usa, og Drottinn sló hann á þeim sama stað, sakir þessarar syndar, og hann dó þar hjá Guðs örk c).8Þá varð Davíð hryggur af því að Drottinn hafði deytt Usa, og hann kallaði þann sama stað Peres-Usa (Usufall), (svo heitir sá staður) allt til þessa dags.9Og Davíð varð hræddur við Drottin á þeim sama degi, og mælti: hvörnig skal örk Guðs komast til mín?10Og Davíð vildi ei flytja Drottins örk til sín í Davíðs borg d), heldur lét hana í hús Óbeð-Edoms Gatíta.11Og svo var Drottins örk í húsi Óbeð-Edoms, Gatítans í 3 mánuði. Og Drottinn blessaði Óbeð-Edom og allt hans hús.
12Og Davíð komu þau tíðindi, að menn sögðu: Drottinn hefir blessað Óbeð-Edoms hús, og allt hvað hans er, sakir Guðs arkar. Þá lagði Davíð af stað, og sótti Guðs örk í hús Óbeð-Edoms, og flutti í Davíðs borg með fögnuði.13Og það skeði, þá þeir sem báru örkina, voru komnir 6 skref, offraði hann nauti og alikálfi.14Og Davíð dansaði af öllum mætti fyrir Drottni, og hann var girtur línhökli (línkyrtli).15Og Davíð og allt Ísraels hús flutti örk Drottins með gleðiópi og básúnuhljómi.16En það skeði, þá örk Drottins kom í Davíðsborg, að Mikal, dóttir Sáls, leit út um glugga, og sá Davíð konung stökkva og dansa fyrir Drottni, og hún fyrirleit hann í sínu hjarta.17Og þeir fluttu örk Drottins inn, og settu hana í það tjald sem Davíð hafði látið uppsetja fyrir hana. Og Davíð offraði Drottni brennifórn og þakkarfórn.18Og sem Davíð hafði lokið við brennifórnina og þakkarfórnina e), þá blessaði hann fólkið í nafni Drottins allsherjar.19Og hann úthlutaði öllu fólkinu, öllum múga Ísraelsmanna, köllum og konum, hvörjum fyrir sig, brauðköku, kjötstykki og mælir víns, og allt fólkið, hvör maður, fór heim til sín.
20En þá Davíð kom heim til sín, að heilsa sínu húsi, gekk Mikal dóttir Sáls á móti honum og mælti: vegsamlegur var Ísraelskonungur í dag, þegar hann afklæddist fyrir ambáttum sinna þjóna, eins og siður er þeirra lauslátu.21Þá sagði Davíð við Mikal: fyrir Drottni, sem kaus mig í stað föður þíns og heldur en allt hans hús, til að setja mig höfðingja yfir Drottins fólk yfir Ísrael a), fyrir Drottni hefi eg dansað.22Og eg vil verða enn minna metinn en svo, og auðvirðilegur vera í mínum augum; og með ambáttunum sem þú talaðir um, með þeim vil eg gjöra mig vegsamlegan.23En Mikal dóttir Sáls, dó svo, að hún átti ekki börn.
Síðari Samúelsbók 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:25+00:00
Síðari Samúelsbók 6. kafli
Sáttmálsörkin er flutt til Jerúsalem.
V. 3. b. 1 Sam. 7,1. V. 6. 1 Kron. 13,9. V. 7. c. Núm. 4,15. V. 10. d. Kap. 5,7.9. V. 18. e. 1 Kron. 16,2.3. f. 1 Kóng. 8,55. V. 21. a. 1 Sam. 25,30. 2 Sam. 7,8.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.