1Og reiði Drottins logaði enn yfir Ísraelsmönnum og hann egndi Davíð gegn þeim, með því að segja: af stað! tel þú Ísrael og Júda.2Þá sagði konungurinn við Jóab, höfuðsmann yfir hernum hjá sér: far þú um allar Ísraels kynkvíslir, frá Dan til Berseba, og kanna þú fólkið, að eg fái að vita tölu fólksins.3Og Jóab svaraði máli konungs: Drottinn þinn Guð, bæti við fólkið, svo margt sem það er, hundraðfalt fleiru, svo augu míns herra konungsins sjái það; en hvarfyrir vill minn herra konungurinn gjöra þetta?4En kóngsins orð stóð fast, móti Jóab og herforingjunum; og Jóab og herforingjarnir gengu burt frá konunginum, til að kanna Ísraelsfólk.
5Og þeir fóru yfir Jórdan, og settu tjöld sín hjá Aroer, hægramegin staðarins, sem liggur mitt í Gaðsdal a), og í stefnu til Jaeser.6Og þeir komu í Gíleað og í héraðið Tatim til Hadsi, og komu til Dan-Jaan, og í grennd við Sídon;7og komu til borgarinnar Týrus, og til allra staða Hevíta og Kananíta, og héldu svo suður á við frá Júda til Berseba.8Og svo fóru þeir um allt landið og komu aftur til Jerúsalem að liðnum níu mánuðum og tuttugu dögum.9Þá fékk Jóab kónginum tölu þess kannaða fólks, og í Ísrael voru átta sinnum hundrað þúsund vopnfærra manna, og Júdamenn voru 5 sinnum hundrað þúsundir manns.
10Og Davíð ávítaði sitt eigið hjarta þá hann hafði talið fólkið; og Davíð sagði við Drottin: mikil er sú synd sem eg hefi drýgt, að eg gjörði slíkt! og nú Drottinn! tak í burt yfirsjón þíns þénara; því eg hefi breytt mjög heimskulega.11En sem Davíð stóð upp um morguninn kom orð Drottins til Gað spámanns sem var Davíðs sjáandi b) og mælti:12far þú og tala við Davíð: svo segir Drottinn: þrennt legg eg fyrir þig, kjós þú eitt af því, að eg láti það yfir þig koma.13Og svo kom Gað til Davíðs og sagði honum frá og mælti til hans: eiga 7 hungurs ár að koma í þitt land, eða það, að þú flýir í þrjá mánuði fyrir þínum óvinum, og að þeir elti þig, eða drepsótt sé þrjá daga í þínu landi? hugsaðu þig nú um, og sjá til, hvaða svar eg á að færa þeim sem mig sendi.14Þá sagði Davíð við Gað: mjög þrengjumst eg! látum oss samt falla fyrir Drottins hendi, því mikil er hans miskunn, en fyrir manna hendi vil eg ekki falla.
15Svo sendi Drottinn drepsótt yfir Ísrael, frá morgni og til þess ákveðna tíma, og af fólkinu dóu frá Dan og til Berseba 70 þúsundir.16Og engillinn útrétti sína hönd yfir Jerúsalem, til að vinna henni tjón, þá iðraðist Drottinn þess illa, og hann sagði við engilinn sem eyddi fólkinu, nú er nóg! tak þú nú að þér höndina! en engill Drottins var þá hjá Arasnar Jebúsítans hlöðu (láfagarði).17Og Davíð sagði til Drottins er hann sá engilinn, sem felldi fólkið, og mælti: sjá! eg hefi syndgað, og eg hefi brotið, en þessir sauðir, hvað hafa þeir gjört? þín hönd komi yfir mig og yfir míns föðurs hús!
18Og á þeim sama degi kom Guð til Davíðs og mælti við hann: far þú nú, og set Drottni altari í hlöðu (láfagarði) Arasnas, Jebúsíta.19Og Davíð fór eftir orði Gaðs, eins og Drottinn hafði boðið.20Og Arasna leit til og sá kónginn og hans þjóna koma, og hann laut konunginum með andlitinu til jarðar.21Og Arasna mælti: hvörs vegna kemur minn herra kóngurinn til síns þjóns? Og Davíð sagði: eg kem til að kaupa þína hlöðu (þinn láfagarð) svo eg byggi Drottni þar altari, og að plágunni verði létt af fólkinu.22Og Arasna sagði til Davíðs: minn herra konungurinn taki hvað sem hann vill, og fórnfæri! Sjá! þar er nautið til brennifórnar, og þar kerran og nautsins reiði til (eldi)viðar.23Það allt gefur Arasna, konungur (minn)! konunginum. Og Arasna mælti við konunginn: Drottinn þinn Guð taki þér nú náðarsamlega!24Og kóngurinn sagði við Arasna: nei, eg vil heldur kaupa af þér þetta fyrir sitt verð, og vil ekki færa brennifórn Drottni Guði mínum mér útlátalaust. Og svo keypti Davíð hlöðuna (láfagarðinn) og nautið fyrir 50 sikla silfurs.25Þar byggði Davíð Drottni altari og offraði brennifórn og þakkarfórn, og Drottinn sættist við landið, og plágunni var létt af Ísraelsfólki.
Síðari Samúelsbók 24. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:30+00:00
Síðari Samúelsbók 24. kafli
Fólkstal. Pest.
V. 1. Sbr. 1. Kron. 21,1. V. 5. a. Devt. 2,36. V. 11. b. 1 Sam. 22,5. V. 13. Sbr. 1 Kron. 21,12. V. 14. Sbr. 1 Kron. 21,13. V. 18–25. Sbr. 1 Kron. 21,18–30.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.