1Eftir það bar svo til að konungur Ammons barna dó, og Hanon hans son varð kóngur í hans stað.2Þá mælti Davíð: eg vil sýna vinskap Hanon syni Nahas, eins og hans faðir sýndi mér vinskap. Og Davíð sendi sína þjóna til að hugga hann þá hann syrgði föður sinn. Svo komu Davíðs þjónar í land Ammonsbarna.3Þá sögðu höfðingjar Ammonsbarna við Hanon sinn herra: þyki þér Davíð heiðra föður þinn, þar hann sendir til þín huggara? mun Davíð ei ætla sér að rannsaka og njósna um borgina og eyðileggja hana svo, og þess vegna hafa sent sína þjóna til þín?4Þá tók Hanon Davíðs þjóna og skar af þeim hálft skeggið, sömuleiðis hálf þeirra klæði allt upp til beltisstaðar, og lét þá svo fara.5Þetta var Davíð sagt, þá sendi hann á móti þeim, því mennirnir voru mjög svívirtir, og konungur lét segja þeim: verið í Jeríkó þangað til yðar skegg sprettur, og komið svo heim aftur.
6En sem Ammons börn sáu að Davíð var orðið gramt í geði a) sendu þeir af stað, og leigðu sér sýrlenska í Bet-Rehob og sýrlenska í Soba 20 þúsund manns af fótgönguliði og þúsund manns af konunginum í Maaka, og 12 þúsund manns í Tob b).7En sem Davíð frétti það, sendi hann Jóab af stað og allan stríðsmannaherinn.8Og Ammonsbörn lögðu af stað, og skipuðu sér niður til bardaga fyrir utan borgarhliðið. Og þeir sýrlensku frá Soba og Rehob, og mennirnir frá Tob og Maaka stóðu einir á vígvellinum.9En er Jóab sá að honum var bardagi búinn, bæði í bak og fyrir, tók hann sér einvalalið af öllum Ísrael, og fór á móti sýrlenskum;10og hitt liðið fékk hann Abísai bróður sínum, og hann fór móti Ammonsbörnum.11Og Jóab mælti: verði sýrlenskir mér yfirsterkari svo kom þú mér til liðs, og ef Ammonsbörn verða þér yfirsterkari, þá kem eg þér til liðs.12Vertu fastur fyrir, og látum oss verja örugglega vort fólk og staði vors Guðs; en Drottinn gjöri hvað honum gott þykir.13Og Jóab lagði til orrustu og það fólk sem með honum var móti sýrlenskum, og þeir hrukku fyrir honum.14En sem Ammonsbörn sáu að sýrlenskir flýðu, lögðu þeir líka á flótta fyrir Abisai, og fóru inn í borgina. Og Jóab sneri eftir það heim frá Ammonítum og kom til Jerúsalem.
15En sem sýrlenskir sáu að þeir höfðu fengið ósigur fyrir Ísraelsmönnum, samansöfnuðust þeir allsstaðar frá.16Og Hadadeser sendi boð, og lét sýrlenska sem voru hinumegin við ána fara leiðangur, og þeir komu til Helam; og Sobak, Hadadesers hershöfðingi var fyrir þeim c).17Þá Davíð fékk það að vita, samansafnaði hann öllum Ísrael og fór yfir ána Jórdan og kom til Helam. Og sýrlenskir skipuðu sér niður í fylkingu gegnt Davíð og börðust við hann,18en sýrlenskir flýðu fyrir Ísraelítum, og Davíð felldi af sýrlenskra hervögnum 7 hundruð manns, og 40 þúsund reiðmenn, hann lagði og að velli hershöfðingjann, svo að hann dó (þar).19En þá þeir kóngar sem voru lýðskildir við Hadadeser, sáu að þeir voru sigraðir af Ísraelítum, gjörðu þeir frið við Ísrael og urðu þeim undirgefnir. Og sýrlenskir þorðu ekki, upp frá því, að koma Ammonítum til liðs.
Síðari Samúelsbók 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:25+00:00
Síðari Samúelsbók 10. kafli
Sigur yfir Ammonítum og sýrlenskum.
V. 1. 1 Kron. 19,1. V. 6. a. Kap. 16,21. 1 Kron. 19,6. 1 Sam. 13,4. V. 8. b. Dóm. 11,3. V. 16. c. 1 Kron. 19,16. V. 18. d. 1 Kron. 19,18.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.