1Og Esekías sendi til alls Ísraels og Júda, líka skrifaði hann bréf til Efraim og Manasses, að þeir kæmu til Drottins húss í Jerúsalem, til þess að halda Drottni, Ísraels Guði, páska.2Og konunginum og hans höfðingjum og öllum söfnuðinum í Jerúsalem var það að ráði, að halda páska í öðrum mánuði.3Því þeir gátu ekki haldið þá á hinum (tiltekna) tíma, þar eð nægilega margir prestar höfðu ei enn nú helgað sig, og fólkið var ekki samansafnað til Jerúsalem.4Og kónginum og öllum söfnuðinum líkaði þetta.5Og þeir fastsettu að úthrópa skyldi í öllum Ísrael, frá Berseba til Dan, að menn kæmu til Jerúsalem, að halda páska, Drottni Ísraels Guði, því þeir höfðu í langan tíma ekki haldið þá, eins og skrifað stendur.6Þá fóru hlauparar með bréf af hendi konungs og hans höfðingja, um allan Ísrael og Júda, og eftir boði kóngsins og sögðu: þér Ísraelssynir, snúið yður til Drottins, til Guðs Abrahams, Ísaks og Ísraels, að hann snúi sér til þeirra undansloppnu, sem yður eru eftir orðnir af hendi Assýríukónga.7Og verið ekki sem yðar feður og yðar bræður sem misbrutu við Drottin, Guð yðar feðra, hvörs vegna hann ofurseldi þá tjóninu, eins og þér sjáið.8Verið ekki þverbrotnir (harðsvíraðir) sem yðar feður, gefið Drottni hönd, og komið í hans helgidóm, sem hann hefir helgað að eilífu, og þjónið Drottni yðar Guði, að hans upptendraða reiði snúist frá yður.9Því ef þér snúið yður til Drottins, svo munu yðar bræður og yðar synir finna miskunn hjá þeirra sigurvegurum svo þeir fái að hverfa heim aftur í þetta land; því náðugur og miskunnsamur er Drottinn vor Guð, og hann mun ekki snúa sínu augliti frá yður, ef þér snúið yður til hans.10Og svo gengu hlaupararnir frá einum stað til annars, um Efraimsland og Manasse allt til Sebúlon. En þeir hlógu að þeim og hæddu þá.11Samt auðmýktu sig nokkrir af Asser og Manasse og Sebúlon og komu til Jerúsalem.12Líka kom Drottins hönd yfir Júda, að hann gaf öllum eitt sinni, að hlýðnast kóngsins og yfirboðaranna boði eftir Drottins orði.
13Og margt fólk safnaðist til Jerúsalem til þess að halda hátíð þeirra ósýrðu (brauða) í öðrum mánuði, harla mikill söfnuður.14Og þeir tóku sig til, og fluttu burt ölturin í Jerúsalem, og öll reykölturu færðu þeir burt og köstuðu þeim í lækinn Kidron.15Og þeir slátruðu páskalambinu þann 14da dag í þeim öðrum mánuði, og prestarnir og Levítarnir fyrirurðu sig og helguðu sig, og frambáru brennifórn í húsi Drottins.16Og þeir stóðu á sínum stað, eftir þeirra sið, eftir lögum Mósis, guðsmannsins, og prestarnir stökktu blóðinu úr hendi Levítanna.17Þar eð margir voru í söfnuðinum sem ekki höfðu helgað sig, þá tókust Levítarnir á hendur að slátra páskalömbunum fyrir alla óhreina og helguðu þau Drottni.18Því fjöldi fólks, margir af Efraim og Manasse, Ísaskar og Sebúlon höfðu ekki hreinsað sig, heldur átu páskalambið, ekki eftir skriftinni. En Esekías bað fyrir þeim og mælti: Drottinn! þú góðgjarni, fyrirgef öllum,19þeim sem hafa hneigt sitt hjarta til að leita Guðs, Drottins, Guðs sinna feðra, en ekki með helgum hreinleika!20Drottinn heyrði Esekías, og fyrirgaf fólkinu.21Og svo héldu Ísraelssynir, sem voru í Jerúsalem, hátíð þeirra ósýrðu brauða í 7 daga með miklum fögnuði, og prestarnir og Levítarnir lofuðu Drottin dag eftir dag með hljóðfærum Drottins lofgjörðar.22Og Esekías talaði vinsamlega við alla Levítana, sem höfðu gott skynbragð á þeim fögru vísindum Drottins (þjónustu) og þeir átu hátíðafórnina í 7 daga, og offruðu þakkarfórn og lofuðu Drottin, Guð þeirra feðra.
23Og allur söfnuðurinn réði það af að halda páska aðra 7 daga, og þeir héldu enn sjö daga með fögnuði.24Því Esekías Júdakóngur gaf söfnuðinum þúsund naut og 7 þúsund sauða og höfðingjarnir gáfu söfnuðinum þúsund naut og 10 þúsund sauði; og fjöldi prestanna hafði helgað sig.25Og allur Júdasöfnuður gladdi sig og prestarnir og Levítarnir og allur sá söfnuður sem kominn var frá Ísrael, og þeir útlendingar sem komnir voru úr Ísraelslandi, og þeir sem bjuggu í Júda.26Og í Jerúsalem var mikill fögnuður, því frá tímum Salómons Davíðssonar, Ísraelskonungs, hafði þessu líkt ekki sést í Jerúsalem.27Og prestarnir og Levítarnir stóðu upp, og blessuðu fólkið og þeirra rödd heyrðist, og kom til hans (Drottins) heilaga bústaðar í himninum.
Síðari kroníkubók 30. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:59+00:00
Síðari kroníkubók 30. kafli
Sama efni.
V. 17. Og helguðu þau. Aðrir lesa: til að helga þá Drottni.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.