1Og Róbóam fór til Sikem, því til Sikem kom allur Ísrael að gjöra hann að kóngi.2En er Jeróbóam sonur Nebats heyrði það, (hann var í Egyptalandi, og hafði flúið þangað fyrir Salómon kóngi), þá kom Jeróbóam úr Egyptalandi,3og þeir sendu eftir honum og kölluðu hann, þá kom Jeróbóam og allur Ísrael, og þeir töluðu við Róbóam og sögðu:4faðir þinn hefir gjört vort ok þungt, og gjörðu nú léttari þá hörðu þjónustu föður þíns og hans þunga ok, sem hann lagði á oss, svo viljum vér þjóna þér.5Og hann svaraði þeim: komið til mín að þremur dögum liðnum. Og fólkið fór burt.
6Þá ráðgaðist kóngurinn Róbóam um við þá elstu, sem staðið höfðu frammi fyrir Salómon föður hans, meðan hann enn nú lifði, og sagði: hvaða svar ráðið þér mér að gefa þessu fólki?7Og þeir sögðu til hans og sögðu: viljir þú vera góðlátlegur við þetta fólk og eftirlátur, og gefa þeim góð orð: svo munu þeir ávallt þjóna þér.8En hann sleppti því ráði sem öldungarnir réðu honum og ráðfærði sig við þá ungu, sem alist höfðu upp með honum, og frammi fyrir honum stóðu.9Og hann sagði við þá: hvaða svar ráðið þér mér að gefa þessu fólki, sem við mig hefir talað og sagt: gjör þú það ok léttara sem faðir þinn hefir á oss lagt?10Og þeir ungu töluðu við hann, þeir sem með honum höfðu uppalist, og sögðu: þú verður að segja fólkinu, sem við þig hefir talað og sagt: faðir þinn hefir gjört vort ok þungt, gjör þú oss það léttara; svona skaltu segja við þá: minn litli fingur er þykkari enn föður míns lendar;11og faðir minn hefir lagt á yður þungt ok, en eg vil þar að auki bæta á yðar ok, faðir minn hefir agað yður með svipum, en eg (mun refsa yður) með skorpíónum.
12Og er Jeróbóam og allt fólkið kom til Róbóams á þriðja degi, eins og kóngurinn hafði talað, þá hann mælti: komið aftur til mín á þriðja degi:13svo svaraði kóngurinn þeim harðlega, og Róbóam kóngur sleppti ráðum öldunganna.14Og talaði til þeirra eftir ráðum hinna ungu, og mælti: faðir minn hefir gjört yðar ok þungt, en eg mun á það bæta; faðir minn hefir agað yður með svipum, en eg (mun aga yður) með skorpíónum.15Og kóngurinn gegndi ekki fólkinu, því svo var til hagað af Guði, að það orð rættist, sem hann hafði talað, fyrir (munn) Ahia Siloníta, til Jeróbóams sonar Nebats.16Og sem allur Ísrael sá, að kóngur vildi ekki gegna þeim, svo gaf fólkið konungi svar og mælti: hvað er oss vant við Davíð, og vér höfum enga hlutdeild í syni Isaí! hvör heim í sitt tjald, Ísrael! sjá nú þitt hús, Davíð! og svo fór Ísrael í sín tjöld.17En yfir Ísraelssonum, sem bjuggu í Júda stöðum yfir þeim varð Róbóam kóngur.18Þá sendi Róbóam kóngur Hadoram, sem var rentumeistari, en Ísraelssynir grýttu hann, svo hann dó. En Róbóam kóngur flýtti sér í sinn vagn og flúði til Jerúsalem.19Þannig gekk Ísrael undan húsi Davíðs allt til þessa dags.
Síðari kroníkubók 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:53+00:00
Síðari kroníkubók 10. kafli
Þær tíu ættkvíslir falla frá. (1 Kgb. 12).
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.