1En sem Esekía kóngur heyrði þetta, reif hann sín klæði, lagði um sig sekk og gekk í hús Drottins.2Og hann sendi Elíakim, sem var settur yfir húsið, og skrifaranum Sebna og þá elstu presta, vafða sekkjum til spámannsins Esaías c), sonar Amor.3Og þeir sögðu til hans: svo segir Esekía: þessi dagur er þrengingar-, refsingar- og háðungardagur, börnin eru komin í burðarliðinn, en enginn kraftur er til að fæða.4Líklega heyrði Drottinn þinn Guð öll orð Rabsakis, hvörn hans herra, Assýríukóngur, sendi, til að atyrða þann lifandi Guð, og Drottinn þinn Guð mun straffa fyrir þau orð sem hann heyrði; svo send þína bæn í hæðirnar fyrir leifarnar sem eftir eru orðnar (af fólkinu).5Svo komu kóngs Esekías þénarar til Esaías.6Og Esaías sagði til þeirra: segið svo yðar herra: svo segir Drottinn: hræðstu ekki þau orð sem þú heyrðir, með hvörjum Assýríukóngs sveinar löstuðu mig.7Sjá! eg vil inngefa honum anda nokkurn, og hann skal heyra rikti, og snúa heim í sitt land, og eg skal láta hann falla fyrir sverði, í sínu eigin landi.
8Og Rabsake fór til baka og hitti Assýríukóng þar sem hann var að herja á Libna; því hann hafði heyrt að hann hefði tekið sig upp frá Lakis.9Þá frétti hann það um Tiraka Blálandskóng, að menn sögðu: sjá! hann er lagður af stað til að berjast við þig. Þá gjörði hann aftur sendimenn til Esekía og sagði:10segið Esekía Júdakóngi: lát ekki þinn Guð sem þú treystir á, svíkja þig, þar þú segir: Jerúsalem verður ekki gefin í hönd Assýríukóngs.11Sjá! þú hefir heyrt hvörnig Assýríukóngar hafa farið með öll þau lönd, hvörsu þeir hafa eytt þau; og þú skyldir frelsast?12Hafa þá guðir þjóðanna, sem mínir feður hafa gjöreytt, frelsað þær, Gosan og Haran og Resef og Edens syni í Telassar?13Hvar er Hematskóngur, og Arpadskóngur og kóngur staðarins Sefarvaim, í Hena og Iva?
14Og Esekía tók bréfið úr hendi sendiboðans og las það, og gekk í Drottins hús og útbreiddi það fyrir Drottni.15Og Esekía gjörði bæn sína frammi fyrir Drottni og mælti: Drottinn Guð Ísraels sem situr yfir kerúbum, þú ert einn Guð allra jarðarinnar kóngsríkja, þú hefir gjört himin og jörð.16Hneig Drottinn þitt eyra, og heyr! opna þín augu, og sjá! og heyr Sankeribs orð, sem hann sendi til að smána með þann lifanda Guð.17Drottinn! sannarlega hafa Assýríukóngar eyðilagt þjóðir og þeirra lönd,18og hafa kastað guðum þeirra í eld; því þeir eru engir guðir, heldur handaverk manna, tré og steinn, þeir hafa afmáð þá.19En Drottinn vor Guð, hjálpa oss af hans hendi, svo öll ríki jarðarinnar kannist við að þú, Drottinn! ert sá eini Guð.
20Þá sendi Esaía Amosson til Esekía og mælti: svo segir Drottinn Ísraels Guð: eg hefi heyrt það sem þú baðst mig um, viðvíkjandi Assýríukóngi Sankerib.21Það er það orð sem Drottinn hefir talað um hann: þig forsmáir, að þér hæðist jungfrúin Síonsdóttir; Jerúsalemsdóttir skekur höfuðið að þér.22Hvörn hefir þú smánað og lastað, og móti hvörjum upplyft þinni raust? þú hefir hafið þín augu hátt gegn Ísraels heilaga (Guði)!23Þú hefir látið þinn sendiboða smána herrann og sagt: með minna vagna grúa sté eg upp á fjallhæðirnar, Libanonshlíðar, og eg hjó upp þess (fjalls) sedrusvið og einvala furutré, og ætla mér að koma til Karmelsskógar ystu heimkynna.24Eg gref eftir útlendum vötnum og drekk þau, og þurrka með sporum minna fóta allar djúpar ár.
25Hefir þú ekki heyrt að eg fyrir löngu hefi þetta gjört, og frá gömlum tíðum undirbúið það? Nú hefi eg látið það koma (þér í koll) að þú gjörðir rambyggðar borgir að rofhrúgum.26Og þeirra innbúar skelfdust magnlausir, og urðu til skammar; þeir urðu sem gras akursins, og grænar jurtir, sem gras á þökum, og brennt korn áður en það hefir náð sínum vexti.27En eg þekki þína setu, og þinn útgang og inngang, og þinn ofsa gegn mér.28Vegna þíns ofsa við mig, og vegna þess þinn ofmetnaður er kominn mér til eyrna, set eg minn hring í þínar nasir, og minn bitil þér í munn, og leiði þig til baka þann veg sem þú ert kominn.29Og þetta skal vera þér til merkis: eitt árið átuð þér það síðvaxna, og annað árið það sjálfvaxna, og á þriðja árinu skuluð þér sá og uppskera, og planta vínvið og eta hans ávöxt.30Þeir frelsuðu af Júda húsi, þeir eftirorðnu, skulu hér eftir festa rætur að neðan, og bera ávexti að ofan.31Því frá Jerúsalem skulu leifar koma, og frelsaðir frá Síonsfjalli; vandlæti Drottins allsherjar skal gjöra slíkt a).
32Því segir Drottinn svo um Assyríukóng: hann mun ei koma í þenna stað, engri ör þangað inn skjóta, og engum skildi að honum snúa, og engan vegg móti honum upp hlaða.33Þann veg sem hann kemur mun hann fara til baka, og ekki koma í þenna stað, segir Drottinn.34Eg ver þenna stað og frelsa hann, mín vegna, og vegna míns þénara Davíðs.
35Og á sömu nótt fór engill Drottins, og sló í hel í herbúðum assyriskra 185 þúsundir manns. Og er menn risu árla daginn eftir, sjá! þá lá þar allt fullt af dauðra manna líkum.36Þá tók Sankerib Assýríukóngur sig upp, fór burt, og sneri til baka og settist að í Niníve.37Og sem hann baðst fyrir í húsi Nisroks, síns Guðs, unnu synir hans Adramelek og Sareser á honum með sverði; en þeir flúðu í landið Ararat. Og Asarhaddon hans son varð kóngur í hans stað.
Síðari konungabók 19. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:42+00:00
Síðari konungabók 19. kafli
Esekías biður, og verður dásamlega frelsaður.
V. 1. Esa. 37,1. V. 2. c. Esa. 1,1. V. 3. Esa. 37,3. V. 5. Esa. 37,5. V. 15. Sálm. 80,2. 99,1. V. 23. Es. 37,24. V. 26. Sálm. 129,6. Es. 37,27. V. 24. Djúpar ár. Aðrir lesa: Egyptalands ár. V. 28. Es. 37,29. V. 29. Es. 37,30. V. 31. a. Es. 9,7. V. 34. 20,6. V. 35. Es. 37,36. 1 Makk. 7,41.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.