1Eftir dauða Akabs gekk Móab undan Ísrael.2Og Ahasía féll niður um grindur í loftsal sínum í Samaríu, og varð sjúkur. Þá sendi hann menn, og sagði við þá: farið og spyrjið Baal-Sebub, guðinn í Ekron, hvört eg muni rétta við úr þessum sjúkdómi.3En engill Drottins talaði svo við Elía Tesbíter: taktu þig til og gakk í veg fyrir sendimenn kóngsins í Samaríu, og tala þetta við þá: farið þér nú til frétta við Baal-Sebub, guð þeirra í Ekron, af því að Guð vanti í Ísrael?4Því segir Drottinn svo: úr rekkju sem þú ert nú stiginn í, skaltu ekki komast, heldur skaltu deyja. Og Elía gekk burt.5Þá komu sendimennirnir til hans aftur, og hann sagði við þá: því komið þér nú til baka?6Og þeir svöruðu honum: maður kom oss á móti og sagði við oss: farið og snúið heim aftur til kóngsins sem yður hefir sent og segið honum: svo segir Drottinn: líklega sendir þú til frétta við Baal-Sebub Guð í Ekron, af því Guð vantar í Ísrael? þess vegna skaltu ekki komast úr þeirri rekkju sem þú hefir lagst í, heldur skaltu deyja.7Og hann sagði við þá: hvörnig var sá maður í hátt sem yður mætti, og talaði þessi orð við yður?8Og þeir svöruðu honum: hann var í feldi úr hárum og girtur leðurbelti um sínar lendar. Og hann sagði: það er Elía Tesbíter.9Og hann sendi til hans einn höfuðsmann sinn yfir 50, og hans 50 (með). Og hann kom til hans, og sjá! hann sat á tindi fjallsins; og hann sagði til hans: þú guðsmaður, konungurinn segir: kom þú niður!10Og Elía svaraði, og sagði við höfuðsmanninn yfir 50: og sé eg guðsmaður, svo falli eldur af himni og tortíni þér og þínum 50. Þá féll eldur af himni og tortíndi honum og hans 50.11Og hann sendi aftur höfuðsmenn yfir 50, og hans 50. Og þessi byrjaði þannig tal sitt við hann: þú guðsmaður, svo segir kóngurinn: kom sem skjótast niður!12Og Elía svaraði og sagði við þá: sé eg guðsmaður svo falli eldur af himni og tortíni þér og þínum 50. Þá féll Guðs eldur af himni, og tortíndi honum og hans 50.13Og hann sendi enn í þriðja sinn höfuðsmann yfir 50 og hans 50 (með). Og höfuðsmaðurinn yfir 50, sá þriðji, kom og beygði sín kné fyrir Elía, og bað hann og sagði til hans: þú guðsmaður, láttu þó líf mitt og líf þinna þjóna, þessara 50, vera dýrmætt í þínum augum!14Sjá! eldur er fallinn af himni, og hefir tortínt báðum höfuðsmönnunum yfir 50 og þeirra 50; en nú sé mitt líf dýrmætt í þínum augum!15Og engill Drottins sagði við Elía: far þú með honum! þú skalt ekki hræðast hann! þá tók hann sig til og fór með honum til kóngsins.
16Og hann talaði við hann: svo segir Drottinn: af því þú sendir menn til frétta við Baal-Sebub, guðinn í Ekron—líklega af því Guð er ekki til í Ísrael—til að spyrja, þess vegna skaltu ekki komast úr rekkju aftur sem þú ert lagstur í, heldur skaltu deyja.17Og hann dó eftir orði Drottins sem Elía hafði talað. Jóram varð kóngur í hans stað, á öðru ári Jórams Jósafatssonar, kóngs í Júda; því hann átti engan son.18En hvað meira er að segja um Ahasia, hvað hann gjörði, það stendur skrifað í árbókum Ísraelskónga.
Síðari konungabók 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:36+00:00
Síðari konungabók 1. kafli
Ahasía sýkist og deyr.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.