1Þetta er nú hið annað bréf, elskanlegir! í hvörjum eg hvet með áminningu yðar hreinskilna hugskot,2að minnast þeirra orða, er áður hafa talað hinir heilögu spámenn, og boðorða þeirra er vér, vors Drottins og Frelsara postular höfum yður gefið.3Fyrst og fremst skuluð þér það vita, að á hinum síðustu dögum, munu koma háðsamir spottarar, er sínum eigin girndum fylgja og segja:4hvað verður úr fyrirheitinu um Krists tilkomu? því frá því feðurnir sofnuðu, stendur allt við sama eins og (það var) í öndverðu sköpunarinnar.5Þeir sem þannig eru sinnaðir láta sér það hulið vera, að himnarnir forðum urðu, og jörðin af vatni og a) framleidd af vatni við Guðs (almættis)orð;
6hvar fyrir sá heimur sem þá var, byrgðist af vatni og eyðilagðist.7En þeir himnar sem nú eru og jörðin, geymast fyrir þess sama (almættis)orð eldinum, varðveitast til þess dags, á hvörjum óguðlegir menn dæmast og tortínast.8En þetta eitt (bið eg), mínir elskanlegu! að fyrir yður eigi dyljist, „að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár, og þúsund ár, sem einn dagur“.9Ekki seinkar Drottinn sínu fyrirheiti (þó sumir álíti þetta fyrir seinlæti); heldur hefir hann biðlund við oss, þar eð hann ekki vill að nokkur fyrirfarist, heldur að allir komist til sinnisbetrunar.10En dagur Drottins mun koma sem þjófur á nóttu, þá munu b) himnarnir forganga með stórbrestum, frumefnin af eldi sundurleysast, og jörðin með því, sem í henni er, uppbrenna.
11Þar eð allt þetta ferst, hvílíkum mun yður þá byrja að vera? yður sem með heilagri breytni og guðrækilegu líferni,12með eftirlöngun væntið þessa Guðs dags, þá himnarnir munu í eldi sundur leysast og frumefnin af hita bráðna.13En eftir hans fyrirheiti væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, hvar réttlætið muni búa.
14Þar fyrir, elskanlegir! með því þér eigið á þvílíku von, þá stundið í friði, án flekka og lýta, fyrir honum fundnir verða,15og álítið biðlund vors Drottins vera hjálpræðismeðal, eins og vor meðbróðir Páll hefir yður ritað, eftir þeirri speki sem honum er gefin,16sem sjá má af bréfum (hans), þar sem hann talar um þessháttar, í hvörjum sumt er þungskilið, er fáfróðir og staðfestulausir rangsnúa, eins og öðru í Ritningunum, þeim sjálfum til glötunar.17Elskanlegir! gætið yðar þess vegna, með því þér vitið þetta fyrir fram, að þér látið eigi villu þverbrotinna manna draga yður með sér og leiða frá yðar stöðuglyndi.18En vaxið í náð og þekkingu Drottins vors Jesú Krists. Honum sé dýrðin, bæði nú og til eilífrar tíðar. Amen.
Síðara Pétursbréf 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:07+00:00
Síðara Pétursbréf 3. kafli
Talar um Krists tilkomu til dómsins, og minnir á að menn skuli búa sig undir þann tíma.
V. 3. Matt. 24,11. 1 Tím. 4,1. 2 Tím. 3,1. V. 4. Lúk. 21,25–28.31–33. 1 Tess. 5,2.3. sbr. Jer. 17,15. Esek. 12,22. V. 5. 1 Mós. 1,2.6–9. Sálm. 136,5.6. a. Sálm. 24,2. V. 6. 7,17.21. V. 7. Es. 51,6. 2 Tess. 1,8. Hebr. 1,11.12. V. 8. Sálm. 90,4. V. 9. Esaj. 30,18. Esek. 18,23. Spek. b. 11,24. Róm. 2,4. V. 10. Lúk. 12,36. ff. Matt. 24,27. Opinb. 16,15. b. Lúk. 21,33. Esaj. 51,6. Sálm. 102,27. V. 12. Sálm. 50,3. 2 Tess. 1,8. V. 13. Esaj. 65,17. 66,22. Opinb. 21,1.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.