1Símon Pétur, þjón og postuli Jesú Krists, óskar þeim sem eins og vér hlotið hafið af gæsku Guðs vors og Frelsarans Jesú Krists sömu dýrmætu trú,2að náð og friður margfaldist yfir yður með þekkingunni á Guði og Drottni vorum Jesú Kristi.
3Hans guðdómlegi máttur hefir af dýrðlegri gæsku sinni veitt oss með þekkingu þess, sem oss hefir kallað, allt það sem meðþarf til (sannarlegs) lífs og guðrækni.4Af þessari hans gæsku eru oss gefin hin stærstu og dýrmætustu fyrirheit, til þess að þér þar við skylduð hluttakandi verða guðlegrar náttúru d) og forðast heimsins girndaspillingu.
5Leggið þar fyrir alla stund þar á, að auðsýna í yðvarri trú dyggðina, en í dyggðinni þekkinguna,6en í þekkingunni bindindið, en í bindindinu þolinmæðina, en í þolinmæðinni guðræknina,7en í guðrækninni bróðurelskuna, en í bróðurelskunni elskuna (til allra);8því ef þessar dyggðir finnast hjá yður, og í gnægð, munu þær ekki láta viðurkenningu Drottins vors Jesú Krists vera iðjulausa og ávaxtarlausa í yður.9Því hjá þeim sem þær eru ekki, hann er blindur, byrgir fyrir augu sér, og e) gleymir hreinsun sinna fyrri synda.10Kappkostið þar fyrir, bræður mínir! að staðfesta yðar köllun og útvalningu, því ef þér þetta gjörið, munuð þér ekki nokkru sinni a) hrasa;11því þá mun yður veitast ljúfur inngangur í það eilífa ríki Drottins vors og Frelsara Jesú Krists.
12Þess vegna vil eg ekki letjast sífelldlega að áminna yður hérum, jafnvel þó yður sé þetta kunnugt og stöðugir standið í þeim sannleika sem hjá yður er.13En eg álít það rétt vera, að eg veki yður með minni áminningu, á meðan eg er í þessari tjaldbúð;14því eg veit að þess er skammt að bíða, að minni tjaldbúð verði svipt, eins og Drottinn vor Jesús Kristur hefir mér opinberað,15og vil því leggja kapp á, að þér ætíð hafið það, sem eftir mína burtför, haldi þessu yður í minni.16Ekki fylgdum vér spaklega uppspunnum frásögum, þá vér kunngjörðum yður um mátt og hérveru Drottins vors Jesú Krists, heldur vorum vér sjálfir b) sjónarvottar að hans hátign;17því hann meðtók af Guði Föður heiður og dýrð, þá þvílík raust barst honum frá þeirri hátignarfullu dýrð: „þessi er minn elskulegi Sonur á hvörjum eg hefi velþóknan“;18og þessa raust heyrðum vér koma frá himni þá vér vorum með honum á fjallinu helga.19Hér við urðum vér vissari um spámannanna orð og þér breytið vel, ef þér gefið gaum að því eins og ljósi, sem skín á myrkum stað, þar til dagur ljómar og morgunstjarnan upprennur í yðrum hjörtum.20Umfram allt vitið, að enginn spádómur Ritningarinnar skilst af sjálfum sér;21því að aldrei hefir nokkur spádómur framfluttur verið eftir mannsins vild, heldur töluðu þeir heilögu Guðs menn knúðir þar til af heilögum Anda.
Síðara Pétursbréf 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:07+00:00
Síðara Pétursbréf 1. kafli
Postulinn óskar góðs þeim trúuðu. Hvetur til dyggða. Sýnir trúverðugleika kenningar sinnar.
V. 3. 1 Pét. 2,9. V. 4. d. þ. e. verða Guði líkir. Jóh. 1,12.13. 14,24. Efes. 4,34. V. 9. sbr. 1 Jóh. 2,9.11. e. sbr. Róm. 3,25. Hebr. 9,14. Sá sem ekki kappkostar dyggðir, sýnir að hann finnur ekki til þeirrar náðar, sem honum með Krists sendingu er veitt, sem hreinsaði hann frá syndunum og frelsaði frá þeirra straffi. V. 10. a. þ. e. syndga og þar við missa yður ætlaða farsæld. Róm. 11,11. V. 14. Jóh. 21,18.19. V. 16. sbr. 1 Kor. 1,17. 2,1. b. Jóh. 1,14. Matt. 17,1. fl. V. 17. Matt 17,5. V. 19. sbr. Sálm. 119.105. 2 Kor. 4,6. V. 21. þ. e. skilst ekki fyrr enn það framkemur, sem spáð er um. sbr. 1 Pét. 1,10–12. (Getur líka útlagst): Spádómarnir mega ekki útleggjast, eftir geðþótta.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.