1Enn framar læt eg yður vita, bræður! þá náð Guðs, sem sýnt hefir sig í söfnuðunum í Makedoníu,2að þeir, þrátt fyrir þær miklu þrengingar, sem þeir hafa verið reyndir með, hafa mikla góðvild sýnt og í sinni miklu fátækt tekið öðrum fram í gnægu örlæti.3Eg gef þeim þann vitnisburð, að þeir gjört hafa það af sjálfs dáðum, eftir efnum, já framyfir efni sín.4Þeir báðu oss innilega fyrir gáfu þeirra og samlagsgjöf handa kristnum c) og þeir gjörðu betur d) en vér höfðum vænt,5þeir gáfu sjálfa sig, fyrst Drottni e) og þar næst oss eftir Guðs vilja.6Þar fyrir bað eg Títus um, að hann, eins og hann hafði byrjað, fullkomnaði einnig hjá yður þessa gjöf;7svo að eins og þér í öllu eruð afbrigði, í trú, lærdómi og þekkingu, alls lags ástundun og elsku til vor, séuð þér líka öðrum fremri í þessari gjafmildi;8þetta megið þér ekki taka fyrir skipun, heldur segi eg það vegna þess, að aðrir eru svo kappsamir og til þess eg reyni hvört elska yðar er einlæg.9Þér þekkið gæsku Drottins vors Jesú Krists, að hann gjörðist fátækur yðar vegna, þó hann ríkur væri, svo að þér af hans fátækt auðguðust.10Eg segi mína meiningu hér um: það gagnar yður, sem þegar í fyrra byrjuðuð, ekki einungis að gjöra, heldur og að vilja f).11Fullkomnið nú og verkið sjálft, svo að eins og viljinn er fús, eins sé og framkvæmdin eftir efnunum;12því ef viljinn er góður, þá er hvör þakknæmur eftir því, sem efni hans leyfa, en ekki fram yfir það.13Ekki er það meining mín, að aðrir skuli hafa hægð, en þér þröng,14heldur að jöfnuður á verði og gnægð yðar á nærverandi tíma, bæti úr hinna skorti, svo hinna gnægð aftur bæti úr yðar skorti og þannig verði jöfnuður,15eins og skrifað er: sá, sem meira safnaði, hafði ekki afgangs og sá, sem minna safnaði hafði ekki skort.
16En þakkir séu Guði, er gefið hefir Títí hjarta þvílíka umhyggju fyrir yður,17að hann ekki einungis lét eftir vorum tilmælum, heldur er sjálfur mjög ákafur og fer sjálfviljuglega til yðar.18Með honum sendum vér þann bróður, er víðfrægur er í öllum söfnuðum fyrir náðarboðskapinn;19en ekki einungis það, heldur er hann og útvalinn af söfnuðunum, til að fara með oss með þessa gáfu, er vér höfum samandregið, Drottni sjálfum til dýrðar og til merkis upp á vorn fúsa vilja þar til.20Vér högum því svo til þess enginn geti lastað meðferð vora á þessari ríkuglegu gáfu, er vér höfum komið til leiðar.21Vér stundum það, sem gott er, ekki einungis fyrir Drottni, heldur og fyrir mönnum.22Með þessum sendum vér annan bróður vorn, er vér í mörgu og oftsinnis höfum reynt kostgæfinn, og nú enn framar kostgæfinn, vegna þess mikla trausts, er hann hefir til yðar.23Hvað Títus áhrærir, er hann vor meðbróðir, og meðhjálpari hjá yður og hvað hina bræður vora snertir, þá eru þeir safnaðanna postular og kristninnar sómi.24Auðsýnið þessum fyrir safnaðanna augsýn merki upp á elsku yðar og þann lofstír, er vér höfum gefið yður.
Síðara Korintubréf 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:52+00:00
Síðara Korintubréf 8. kafli
Páll hrósar örlæti enna kristnu í Makedoníu og upphvetur Korintumenn að feta í þeirra fótspor. Hrósar Títus og biður Korintumenn taka vel á móti honum og bræðrum þeim, sem með honum sendast.
V. 2. 1 Tess. 2,14. 2 Tess. 1,4.5. Fil. 4,15. og f. V. 4. c. nl. báðu oss fara með þessa gáfu til Gyðingalands. d. þ. e. gáfu meira. samanb. Post. g. b. 11,28.29. V. 5. e. þ. e. Kristi. V. 9. Lúk. 9,58. Fil. 2,7. Hebr. 12,2. sbr. 9,10. þ. e. í þekkingu, dyggð og farsæld. V. 10. f. nl. með fúsu geði. Kap. 9,2. V. 11. Jak. 2,15.16. Orðsk. b. 3,28. V. 12. 1 Jóh. 3,17. samanb. Mark. 12,43. Lúk. 3,11. 5 Mós. b. 15,7. V. 15. 2 Mós. b. 16,18. V. 20. þ. e. leitt í grun, að vér höfum dregið nokkuð af henni undir sjálfa oss. V. 21. Filipp. 4,8. 1 Pét. 2,12.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.