1Munum vér aftur vera farnir að hæla oss sjálfum? eður munum vér þess viðþurfa eins og sumir, að fá hólsbréf til yðar eður frá yður til annarra?2Þér eruð vort bréf skrifað í vor hjörtu, lesið og alkunnugt öllum mönnum;3því alkunnugt er, að þér eruð Krists bréf af oss ritað, ekki með bleki, heldur lifanda Guðs anda, ekki á steinspjöld, heldur hjartans holdspjöld.4Þetta traust höfum vér til Guðs vegna Krists.5Ekki svo, að vér af sjálfum oss hæfir séum að hugleiða svo sem af sjálfum oss, heldur er vor hæfilegleiki frá Guði;6hann hefir gjört oss hæfa til að vera þjóna þess nýja sáttmála, ekki bókstafsins, heldur andans; því bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar.7En ef þjónusta, sem á steina var klöppuð var svo dýrðleg, að Ísraelssynir ekki þoldu að horfa á Mósis andlit fyrir bjartleiks sakir, er þó átti að þverra;8hvörsu miklu dýrðlegri mun þá verða þjónusta andans?9Ef þjónusta þess, sem fordæmir, var svona dýrðleg, þá mun þjónusta þess, sem réttlætinguna boðar, miklu dýrðlegri vera,10svo að hið dýrðlega er að þessu leyti ekki dýrðlegt í samanburði við hins yfirgnæfandi dýrð.11Ef það, sem afmást átti, var dýrðlegt, hvörsu miklu framar þá það, sem varanlegt er.12Með því vér höfum þessa von, svo tölum vér alldjarflega,13og ekki eins og Móses, er hengdi skýlu fyrir andlit sitt, svo að Ísraelssynir skyldu ekki sjá endalok ens forgengilega.14Enda hefir skilningur þeirra sljóvskyggn verið, því allt til þessa dags viðvarir hin sama skýla óburttekin undir gamla sáttmálans letri, því einungis með Kristi a) verður hún burttekin.15En allt til þessa dags hvílir skýla yfir skilningi þeirra, þegar Móses lögmál er lesið;16en ef að þeir sneru sér til Drottins mundi skýlan burttakast.17Drottinn er andi, en hvar hans andi er, þar er frelsi.18En vér allir er skoðum, svo sem í spegli a) með beru andliti b) Drottins dýrð c), ummyndustum d), svo sem af Drottins anda, eftir þessari sömu mynd til meiri og meiri dýrðar.
Síðara Korintubréf 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:52+00:00
Síðara Korintubréf 3. kafli
Páll talar um vegsemd kristniboðaraembættisins og um þá djörfung er því fylgi.
V. 2. 1 Kor. 1 Kor. 9,2. V. 3. 2 Mós. b. 24,12. Esekk. 11,19. V. 6. sbr. Róm. 4,15. 3,20.21. 7,7–11. V. 7. 2 Mós. b. 34,29–35. V. 10. Mósis trú, ennar kristilegu trúar. V. 11. Hebr. 12,25–28. V. 13. 2 Mós. b. 34,33.35. V. 14. a. þ. e. þekkingu hans lærdóms. V. 16. 1 Kor. 2,14–16. V. 17. Jóh. 4,24. V. 18. a. nl. í ófullkomlegleika. 1 Kor. 13,12. b. sjá v. 14. c. þ. e. Guðs. d. 1 Jóh. 3,2. 6,9. Róm. 8,29.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.