1Rannsaka þig sjálfa, prófa þig sjálfa, þú blygðunarlausa þjóð,2áður en dómurinn verður framkvæmdur—tíminn flýgur burt, eins og sáðir (fyrir vindi)—, áður en Drottins brennandi reiði kemur yfir yður, áður en reiðidagur Drottins kemur yfir yður.3Leitið Drottins, allir þér lítillátu í landinu, sem breytið eftir hans lögmáli! ástundið réttlæti, ástundið lítillæti! ef svo mætti verða, að yður yrði borgið á reiðidegi Drottins.4Því Gasaborg skal yfirgefin verða, og Askalonsborg í eyði látin; innbyggjendur Asdodsborgar skulu útreknir verða á miðjum degi, og Ekronsborg umturnuð.5Vei yður, sem búið í sjóbyggðunum; þú Kretaþjóð! atkvæði Drottins í gegn yður er svolátandi: þú Kanverjaland, þú Filistaland! eg vil afmá þig, svo þar skal engi búa.6Sjávarbyggðin skal verða að beitarlandi hjarðmanna, og að hagagarði fyrir sauðfé.7Sú byggð skal falla til þeirra, sem eftir verða af Júdaríkis mönnum; þeir skulu beita þar fé sínu, en liggja á kvöldum í húsum Askalonsborgar; því Drottinn, Guð þeirra, mun vitja þeirra, og leiða þá aftur úr herleiðingunni.8Eg hefi heyrt brigslyrði Móabsmanna og smánaryrði Ammonsmanna, er svívirtu mitt fólk, og fóru hróðugir yfir landamerki þess.
9Þess vegna, svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð, skal Móabsland verða sem Sódóma, og Ammonsland sem Gómorra, þau skulu verða að þyrnirunni, að saltgröf, að óbyggðri auðn til eilífrar tíðar. Leifar míns fólks skulu ræna þá, eftirleifar míns lýðs skulu eignast lönd þeirra.10Þetta skal þá henda fyrir drambsemi sína, að þeir svívirtu og mikluðust yfir fólki Drottins allsherjar.11Ógurlegur skal Drottinn verða þeim, þegar hann fer að afmá alla guði jarðarinnar, og þegar allir innbúar fjarlægustu landa falla fram fyrir honum, hvör á sínum stað.12Einnig þér, Blálendingar, skuluð verða einir af þeim, sem fyrir mínu sverði falla.13En mun Drottinn útrétta sína hönd móti norðrinu, og afmá Assýríukonung; hann mun leggja Ninive í eyði, og gjöra hana þurra, sem eyðimörk.14Mitt í henni skulu hjarðir liggja, og flokkar alls konar dýra: sarpgæsir og íglar skulu liggja á næturnar uppi á súlnaknöppunum: (dýra)kliðurinn skal ymja í gluggunum: vegsummerki eyðileggingarinnar skulu sjást á þröskuldunum, því sedrusviðarþilin skulu verða niðurrifin.15Þannig skal hin ofkætisfulla, andvaralausa borg útleikin verða, hún sem sagði í sínu hjarta: „eg stend enn, en engin borg önnur“. Hvörninn er hún þá orðin að auðn og að dýrabæli? Hvör sem gengur framhjá henni, skal blístra, og hrista hönd sína.
Sefanía 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:52+00:00
Sefanía 2. kafli
Seffanías áminnir til iðranar: segir, að Guðs hegning muni og koma yfir Filistaland, Móabsland, Ammonsland, Bláland og Assýríuland.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.