1Ó Drottinn! hefndarinnar Guð, þú hefndarinnar Guð, opinbera þig dýrðlega.2Upphef þig, þú jarðarinnar dómari. Endurgjald þú þeim dramblátu.3Hvörsu lengi skulu þeir óguðlegu, Drottinn! hvörsu lengi skulu þeir óguðlegu gleðja sig?4Þeir útausa, þeir tala hörð orð, þeir stæra sig, allir þeir sem rangindi aðhafast.5Þitt fólk, ó Drottinn! merja þeir, og þína erfð plága þeir.6Ekkjuna og hinn útlenda drepa þeir, og föðurlausa myrða þeir.7Og þeir segja: Drottinn sér það ekki, og Jakobs Guð tekur ei eftir því.8Gætið þó vitsins, jafnvel þér fávísu meðal fólksins, og þér heimskingjar! nær ætlið þér að verða hyggnir?9Mun sá ei heyra sem eyrað hefur plantað, mun sá ei sjá sem augað hefir tilbúið?10Sá sem agar fólkið, mundi hann ekki straffa, sá sem kennir mönnunum skilning!11Drottinn þekkir mannanna hugsanir, að þær eru hégómlegar.12Sæll er sá maður sem þú agar, Drottinn! og sá sem þú menntar í þínu lögmáli;13að veita honum svíun á þeim vondu dögum, þangað til gröfin verður grafin þeim óguðlegu.14Því Drottinn mun ei sleppa hendinni af sínu fólki, og ekki yfirgefa sína erfð.15Því dómurinn mun hverfa aftur til réttvísi, og allir þeir hreinskilnu munu honum fylgja.16Hvör rís upp mín vegna, gegn þeim vondu? hvör verður fyrir mig móti þeim sem gjöra órétt?17Hefði Drottinn ei verðið mín hjálp, þá mundi minna ávanta að mín sál byggi í kyrrðinni.18Þegar eg hugsaði: nú rasar minn fótur, þá studdi mig, Drottinn! þín miskunn.19Þegar margar hugarhrellingar voru í mínu hjarta, hresstu þínar hugganir mína sálu.20Mundi fordjörfunarinnar hásæti hafa samfélag við þig? eða sá ofbeldismaður sem þverskallast við lög og rétt?21Hópum saman gjöra þeir árás lífi hins ráðvanda, og saklaust blóð fordæma þeir.22En Drottinn er mín örugg borg, minn Guð er mitt vígi.23Hann lætur þeirra ranglæti hverfa til baka og yfir þá koma, og hann mun afmá þá vegna þeirrar vonsku. Já, Drottinn, vor Guð, mun afmá þá.
Sálmarnir 94. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:54+00:00
Sálmarnir 94. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Bæn á móti Ísraels óvinum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.