Bæn í útlegð.
1Til hljóðfærameistarans á hljóðfæri. Ljóð Davíðs.2Heyr þú, Guð! mitt kall, og hygg að minni bæn.3Frá landsins enda kalla eg til þín, þegar mitt hjarta vanmegnast, flyt þú mig upp á þann klett sem annars væri mér of hár.4Því þú ert mitt hæli, sterkur kastali gegn mínum óvinum.5Lát mig búa í þínu tjaldi eilíflega, flýja undir þinna vængja skjól! (Málhvíld).6Því þú, ó Guð! munt heyra mín heit, og gefa þeim eign sem óttast þitt nafn.7Bæt þú dögum við kóngsins daga, hans ár séu frá kyni til kyns.8Að hann megi sitja eilíflega fyrir Guðs augliti. Lát miskunn og sannleika varðveita hann.9Svo vil eg syngja lof þínu nafni eilíflega, þá eg greiði mín heit dag eftir dag.