Kvein Davíðs, huggun og bæn.
1Sálmur Davíðs þegar hann flúði fyrir Absalon syni sínum.2Drottinn! hvörsu margir eru mínir óvinir! margir þeir sem rísa móti mér.3Margir sem segja um mig: hann hefir ekkert athvarf hjá Guði, Sela! (málhvíld).4En þú Drottinn! ert minn skjöldur, minn heiður og sá sem upplyftir mínu höfði.5Mitt bænakvak sendi eg Drottni, og hann sendir mér bænheyrslu frá sínu heilaga fjalli. Málhvíld.6Eg legg mig fyrir og sef, og eg vakna, því Drottinn varðveitir mig.7Eg óttast ekki þó að tíu þúsundir manns umkringi mig, og að mér þrengi.8Rístu upp, Drottinn! frelsa mig, minn Guð! því þú sundurbrýtur kjálka allra minna óvina, sundurmolar tennur allra óguðlegra.9Hjá Drottni er frelsun. Þín blessan veri yfir þínu fólki. Málhvíld.