Lofsálmur.

1Þakkið þér Drottni! því hann er góður, því hans miskunnsemi varir eilíflega.2Þakkið Guði guðanna, því eilíf er hans miskunnsemi.3Þakkið heranna Herra! því eilíf er hans miskunnsemi.4Hann sem einn gjörir dásemdarverkin, því eilíf er hans miskunnsemi;5honum sem gjörði himnana með vísdómi, því eilíf er hans miskunnsemi.6Honum sem festi jörðina á vötnunum, því eilíf er hans miskunnsemi.7Honum sem gjörði þau stóru ljós; því eilíf er hans miskunnsemi.8Sólina til að stjórna á daginn, því eilíf er hans miskunnsemi.9Tunglið og stjörnurnar til að stjórna á nóttunni.10Honum sem deyddi frumburði hinna Egypsku, því eilíf er hans miskunnsemi;11og útleiddi frá þeim Ísrael, því eilíf er hans miskunnsemi,12með styrkri hendi og útréttum armi; því eilíf er hans miskunnsemi.13Honum sem skipti rauðahafinu í tvo hluti; því eilíf er hans miskunnsemi,14og lét Ísrael þar í gegnum ganga, því eilíf er hans miskunnsemi;15og steypti faraó og hans her í hafið rauða, því eilíf er hans miskunnsemi.16Honum sem leiddi sitt fólk um eyðimörkina, því eilíf er hans miskunnsemi.17Honum sem felldi mikla kónga, því eilíf er hans miskunnsemi;18og drap volduga kónga, því eilíf er hans miskunnsemi.19Síhon Amorítakóng, því eilíf er hans miskunnsemi,20og Og kónginn af Basan, því eilíf er hans miskunnsemi.21Og þeirra land gaf að erfð, því eilíf er hans miskunnsemi,22sínum þénara Ísrael að erfð, því eilíf er hans miskunnsemi.23honum sem minntist vor, þá vér vorum undirþrykktir, því eilíf er hans miskunnsemi.24Og sleit oss úr hendi vorra óvina, því eilíf er hans miskunnsemi.25Honum sem gefur fæðu öllu holdi, því eilíf er hans miskunnsemi.26Þakkið himnanna Guði! því eilíf er hans miskunnsemi.