Davíðs harmatölur og trúnaðartraust.
1Til hljóðfærameist: Sálmur Davíðs. Á Drottin treysti eg, því segið þér þá við mig: flýið til yðar fjalla eins og fuglinn.2Því þá þeir óguðlegu spenna bogann, og leggja ör á streng, til að skjóta á þá í dimmunni sem eru hreinhjartaðir.3Þegar grundvöllurinn er niðurrifinn, hvað getur þá sá réttláti gjört?4Drottinn býr í sínu heilaga musteri. Drottins hásæti er á himnum, hans augu sjá, hans augnalok prófa mannanna börn.5Drottinn prófar þann réttláta, en hans sála hatar þann óguðlega og þann sem elskar ofbeldi.6Hann lætur rigna snörum, eldi og brennisteini yfir þá óguðlegu, og glóandi vindur verður þeirra hlutdeild.7Því Drottinn er réttvís og elskar réttvísi. Þeir ráðvöndu munu sjá hans auglit.