1Til söngmeistarans. Sálmur af Davíð. Guð minn! sem eg vegsama, þegi þú ekki,2því sá óguðlegi og hinn svikafulli, þeir hafa lokið upp sínum munni á móti mér, þeir tala til mín með ljúgandi tungu.3Með hatursfullum orðum umkringja þeir mig, og stríða á móti mér án saka.4Í staðinn fyrir að eg elskaði þá, stóðu þeir á móti mér, og eg bað jafnan (fyrir þeim).5Þeir gjörðu mér illt fyrir gott, guldu hatur fyrir elsku.6Set þann óguðlega yfir hann og Satan standi honum til hægri handar.7Frá dómi gangi hann sekur, og hans bæn verði að synd!8Hans dagar verði fáir, annar fái hans embætti,9hans börn verði föðurlaus og hans kona verði ekkja!10Hans börn flakki um kring og sníki, og leiti sinnar nauðþurftar langt frá þeirra auðu bústöðum!11Okurkarlinn nái í allt hvað hann á, og útlendir ræni hans erfiði!12Enginn sé sá sem hafi elsku til hans, og enginn aumkist yfir hans munaðarleysingja.13Hans niðjum verði útrutt; í öðrum lið verði þeirra nafn afmáð!14Hans feðra misgjörða skal minnst verða fyrir Drottni, og syndir hans móður ei verða afmáðar!15Þær skulu ætíð vera fyrir Drottni, og hann skal útryðja þeirra minning af jörðunni,16af því hann mundi ei til að gjöra miskunnsemi, og ofsótti þann auma og fátæka mann, og þann, sem var hryggur í hjarta, allt til dauða.17Þar eð hann elskaði bölvunina, svo komi hún yfir hann; fyrst hann hafði ekki lyst til blessunar, svo veri hún langt frá honum!18Hann íklæði sig bölvuninni sem fati, hún renni inn í hans iður sem vatn, og í hans bein sem viðsmjör!19Hún verði honum sem fat er hann klæðist í og sem belti hvar með hann ætíð umgirðir sig!20Þessi verði laun minna mótstöðumanna af Drottni, og þeirra sem tala illt um mig!21En þú Drottinn! Herra minn! aðstoða þú mig fyrir þíns nafns sakir, því þín miskunnsemi er mikil, bjarga þú mér!22því eg er vesæll og fátækur, og mitt hjarta er sært í mér;23Eg líð í burt sem skuggi, þá hann lengist; eg verð burtrekinn sem engispretta;24mín kné veiklast af föstu, og mitt hold hefir enga fitu.25Eg hlýt að vera þeirra athlægi, þegar þeir sjá mig, hrista þeir höfuðin.26Hjálpa mér, Drottinn, minn Guð! frelsa mig eftir þinni miskunnsemi,27að þeir megi viðkannast að það er þín hönd, að þú, ó Drottinn! gjörðir það.28Látum þá formæla, blessa þú! rísi þeir móti mér, en verði til skammar, og þinn þénari gleðji sig.29Mínir mótstöðumenn íklæðist smán, og sinni skömm ífærist þeir sem kápu.30Eg vil innilega þakka Drottni með mínum munni, og meðal margra vil eg hann vegsama.31Því hann stendur þeim fátæka til hægri handar til að frelsa hann frá þeim sem dæma hann til lífláts.
Sálmarnir 109. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:00+00:00
Sálmarnir 109. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Bæn mót óvinum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.