1Þakkið þér Drottni! því hann er góður, því hans miskunnsemi er eilíf.2Þetta segi þeir sem af Drottni eru leystir úr óvina valdi (hendi).3Frá löndunum hefir hann samansafnað þeim; frá austri og vestri, frá norðri og frá hafinu.4Þeir fóru villtir á eyðimörkinni, á öræfa veginum, stað, sem þeir gætu búið í, fundu þeir ekki.5Þeir voru hungraðir og þyrstir, þeirra sál vanmegnaðist í þeim.6Og þeir kölluðu til Drottins í þeirra angist, hann fríaði þá úr þeirra neyð,7og hann leiddi þá á réttan veg, og þeir komu til þess staðar sem þeir gátu búið í.8Þakki þeir Drottni fyrir hans miskunn og fyrir hans dásemdir við mannanna börn;9því hann endurnærði örmagna sálir, og mettaði með gæðum hungraðar sálir.
10Þeir sem sátu í myrkri og dauðans skugga, bundnir eymd og járnum—11af því þeir voru óhlýðnir Guðs boðorðum, og forsmáðu ráð ens hæsta,12þar fyrir auðmýkti hann með mótgangi þeirra hjörtu, þeir féllu og þar var enginn sem hjálpaði.13Og þeir kölluðu til Drottins í sinni angist, og hann frelsaði þá úr þeirra vandræðum.14Hann leiddi þá úr myrkrinu og dauðans skugga, og sundursleit þeirra fjötra.15Þakki þeir Drottni fyrir hans miskunnsemi og fyrir hans dásemdir við mannanna börn,16fyrir það að hann sundurbraut eirportin, og sundurhjó járngrindurnar.17Þeir fávísir, þeir pláguðust fyrir sínar yfirtroðslur og fyrir sinna misgjörða sakir.18Þá velgdi við öllum mat, og þeir voru nálægir dauðans dyrum,19og þeir kölluðu til Drottins í sinni angist, úr þeirra neyð frelsaði hann þá.20Hann sendi sitt orð og læknaði þá og bjargaði þeim úr þeirra gröfum.21Þakki þeir Drottni fyrir hans miskunn og fyrir hans dásemdir við mannanna börn,22og offri þakkarfórn og kunngjöri hans verk með gleðisöng.23Þeir sem á skipum fara út á hafið og gegna sinni sýslan á þeim stóru vötnum,24þeir sjá Drottins verk og hans dásemdir á djúpinu.25Hann talaði og þar kom stormviðri, sem hóf upp hafsins bylgjur.26Þeir lyftust til himna, og sigu niður í afgrunnið, og þeim féllst hugur í neyðinni.27Þeir hröktust um kring og römbuðu sem drukknir menn og öll þeirra ráðdeild var þrotin.28Og þeir kölluðu til Drottins í sinni angist og hann hjálpaði þeim úr þeirra nauðum.29Hann stöðvaði þann mikla storm, og bylgjurnar þögnuðu.30Og þeir glöddust þegar lygndi, og hann leiddi þá að landi, eftir þeirra ósk.31Þakki þeir Drottni fyrir hans miskunnsemi og hans dásemdir við mannanna börn,32og vegsami hann á fólks samkomunni, og lofi hann á öldungafundinum.
33Hann gjörði árnar að öræfum og vatnsrennslið að þurrlendi,34frjóvsamt land að sandauðn, fyrir vonsku sakir þeirra sem þar bjuggu.35Hann gjörði öræfin að votlendi og þurrlendið að vatnsrennsli,36og hann lét þá hungruðu búa þar, og þeir byggðu sér stað, sem þeir gætu búið í.37Og þeir sáðu akra, og þeir plöntuðu víngarða, og þeir báru ríkuglegan ávöxt,38og hann blessaði þá, og þeir fjölguðu mikið; og fénaði þeirra fækkaði hann ekki.39En þeir minnkuðu af þrenging, ólukku og neyð.40Hann hafði úthellt fyrirlitning yfir höfðingjana og lét þá villast um öræfi hvar enginn vegur er.41En hann lyfti þeim fátæku upp úr þeirra eymd, og gjörði ættirnar sem hjarðir.42Þeir hreinskilnu sjá það og gleðja sig, en allir þeir ranglátu hljóta að loka sínum munni.43Hvör hygginn er, hann sér þetta og tekur eftir Drottins miskunnsemdum.
Sálmarnir 107. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:00+00:00
Sálmarnir 107. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Þakklæti fyrir útlaganna frelsi.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.