1Lofið Drottin! þakkið Drottni! því hann er góður, og hans miskunnsemi varir eilíflega.2Hvör getur sagt frá Drottins veldi? hvör kunngjört allt hans lof?3Sælir eru þeir sem halda lögin, iðka ætíð réttvísina.4Minnstu mín, Drottinn! eftir þinni velþóknan á þínu fólki.5Vitja þú mín með þitt frelsi, að eg sjái velgengni þinna útvöldu, og gleðjist af gleði þíns fólks, og hrósi mér af þinni erfð.6Vér höfum syndgað með vorum forfeðrum, oss hefir yfirsést og vér höfum breytt óguðlega.7Vorir feður í Egyptalandi gáfu ei gaum að þínum dásemdum. Þeir hugleiddu ei þína miklu miskunnsemi, heldur voru baldnir við hafið, við Sefhafið.8Þó bjargaði hann þeim fyrir síns nafns sakir, til að kunngjöra sitt veldi.9Og hann hastaði á Sefhafið svo það varð þurrt, og lét þá ganga um hafsins djúp sem auðn.10Og hann frelsaði þá af hendi ofsóknarmannanna, og losaði þá úr hendi óvinanna.11Og vatnið fól þeirra mótstöðumenn, enginn af þeim komst af.12Og þeir trúðu þá hans orði, þeir sungu hans lof.13Þó gleymdu þeir skjótt hans verkum, biðu ekki eftir hans ráðum.14Girnd vaknaði með þeim í eyðimörkinni og þeir freistuðu Guðs í óbyggðinni.15Hann veitti þeim það sem þeir girntust, en hann sendi sjúkdóm yfir þá.16Þeir hötuðust við Móses í herbúðunum, við Aron Drottins heilaga.17Jörðin opnaði sig, og svelgdi Datan og huldi hóp Abírams.18Og eldur tendraðist í þeirra flokki, loginn eyddi þeim óguðlegu.19Hjá Horeb gjörðu þeir kálf og tilbáðu þá steyptu líkneskju,20og þeir höfðu skipti á sinni dýrð fyrir mynd nautsins er etur gras.21Þeir gleymdu Guði sínum frelsara, sem hafði gjört mikla hluti í Egyptalandi,22kraftaverk í Hamslandi við Sefhafið,23og hann ætlaði að afmá þá, hefði ei Móses hans útvaldi gengið í ábyrgð við hann, til að snúa hans reiði frá fordjörfun.24Og þeir forsmáðu það æskilega land, þeir trúðu ekki hans orðum,25og þeir mögluðu í sínum tjöldum, þeir lögðu ekki eyrun við Drottins raust.26Og hann upplyfti sinni hönd á móti þeim, svo að þeir tortíndust í eyðimörkinni,27og þeirra niðjar féllu meðal þjóðanna og tvístruðust um löndin.28Og þeir skrýddust fyrir Baal-Peor, og þeir átu af fórnum til þeirra dauðu (skurðgoða).29Og þeir egndu hann til með sínu athæfi, og plága braust inn á þá.30Þá tók Fineas sig til, og hélt dóm, og plágunni linnti,31og honum var reiknað það til réttlætis frá kyni til kyns eilíflega.32Og þeir styggðu hann við Meribavatn, og Móses mátti gjalda þeirra,33því þeir særðu hans hjarta og hann talaði ógætilega með sínum vörum.34Þeir eyðilögðu ekki þjóðirnar eins og Guð hafði skipað þeim,35heldur blönduðust saman við þjóðirnar og lærðu þeirra athæfi,36og dýrkuðu þeirra afguði, og þeir urðu þeim að snöru.37Og þeir offruðu sínum sonum og dætrum til afguðanna,38og þeir úthelltu saklausu blóði, sona sinna og dætra blóði, sem þeir fórnfærðu Kanaans afguðum, svo að blóðskuld kom yfir landið.39Og þeir flekkuðu sig með sínum verkum, og tóku framhjá (Guði) með sínu athæfi.40Þá upptendraðist Drottins reiði gegn hans fólki og hann fékk viðbjóð á sinni erfð.41Og hann fékk þá þjóðunum á vald, og yfir þeim drottnuðu þeirra ofsóknarmenn.42Og þeirra óvinir þrengdu að þeim, og þeir urðu auðmýktir undir þeirra hendi.43Oft frelsaði hann þá, en þeir egndu hann til með sínum áformum, og þeir hnigu niður (í eymd) fyrir þeirra misgjörninga sakir.44Samt leit hann til þeirra í þeirra nauðum, þegar hann heyrði þeirra kall.45Og hann minntist síns sáttmála, þeim til góðs, og hann iðraðist þess eftir mikilleik sinnar miskunnar.46Og lét þá alla vorkenna þeim, sem héldu þeim herteknum.47Frelsa oss, Drottinn vor Guð! og safna oss frá þjóðunum, svo vér getum sungið þínu nafni lof og hrósað oss af þinni lofgjörð.48Lofaður sé Drottinn, Ísraels Guð! frá eilífð til eilífðar, og allt fólk segi: Amen! Lofið Drottin!
Sálmarnir 106. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:00+00:00
Sálmarnir 106. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Endurminning forfeðranna synda.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.