1Þakkið þér Drottni, ákallið hans nafn! kunngjörið hans verk meðal fólksins;2Syngið fyrir honum! leikið fyrir honum! yrkið um allar hans dásemdir!3Hrósið yður af hans heilaga nafni! þeirra hjarta sem leita Drottins, gleðji sig!4Leitið eftir Drottni og hans dýrð, leitið ætíð hans auglitis!5Munið til þeirra dásemda sem hann hefir gjört, hans jarteikna og dóma hans munns!6Þér niðjar Abrahams, hans þénara, þér börn Jakobs, hans útvalda.7Hann Drottinn er vor Guð, á allri jörðinni hans dómar.8Hann man að eilífu til síns sáttmála, þess orðsins, sem hann hefir boðið, í þúsund kynþætti,9þess sáttmála sem hann gjörði við Abraham, og þess eiðs sem hann sór Ísak.10Hann gjörði það að félagskap við Jakob, að eilífum sáttmála við Ísrael,11og sagði: þér vil eg gefa Kanaansland, svo sem yður útlagða erfð.
12Þá voru þeir enn nú lítill hópur, fáir og framandi í landinu,13og þeir fóru frá fólki til fólks og frá einu ríki til annarrar þjóðar.14Hann leyfði engum að gjöra þeim skaða, og straffaði kóngana þeirra vegna, og sagði:15snertið ekki mína smurðu, og gjörið mínum spámönnum ekkert illt.16Og hann kallaði hallæri inn í landið og gjörði ónýtan allan brauðveg.17Þá sendi hann mann á undan þeim, Jósep var seldur í þrældóm.18Þeir settu hans fætur í stokk, hann var lagður í járn,19allt til þess tíma þá hans orð rættist, þá Drottins tal sýndi hann prófaðan,20þá sendi kóngurinn og lét hann lausan, þjóðanna yfirdrottnari útleysti hann.21Hann setti hann herra yfir sitt hús, og drottnara yfir allt sitt góss,22til að þvinga höfðingjana eftir hans vilja, og kenna vísdóm hans öldungum.23Eftir það kom Ísrael til Egyptalands, og Jakob lifði sem útlendingur í Hamslandi.24Og hann gjörði sitt fólk mjög frjóvsamt, og lét það verða fleira en þess óvini.25Hann sneri þeirra hjörtum, svo þeir hötuðu hans fólk, og breyttu sviksamlega við hans þénara.
26Hann sendi Móses sinn þjón, Aron sem hann hafði útvalið.27Þeir framkvæmdu meðal þeirra hans undur og teikn í Hamslandi.28Hann sendi myrkur og lét verða dimmt, og þeir (Móses og Aron) voru ekki óhlýðnir hans orðum.29Hann sneri þeirra (egypskra) vatni í blóð, og drap þeirra fiska.30Þeirra land vall af froskum, allt inn í innstu herbergi kónganna.31Hann talaði, þá komu þar skorkvikindi; mý í öll þeirra héröð.32Hann gaf þeim hagl fyrir regn, eldsloga yfir þeirra land.33Hann felldi þeirra vínvið og fíkjutré, og sundurbraut trén á héröðum þeirra lands.34Hann talaði, svo komu engisprettur og grasmaðkar ótallegir.35Og þeir uppátu allt gras í þeirra landi, og þeir átu allan ávöxt á þeirra ökrum.36Og hann drap alla frumburði í þeirra landi, frumgróðann af allra þeirra krafti.37Og hann útleiddi Ísrael með silfri og gulli, og enginn var hrumur í hans kynkvíslum.38Egyptaland gladdist þá þeir lögðu á stað, því ótti fyrir þeim var kominn yfir þá (egypsku).39Hann útbreiddi ský til skjóls, og eld til að upplýsa nóttina.40Þeir beiddu; þá lét hann vaktelur koma, og hann mettaði þá með himna brauði.41Hann upplauk kletti, og þar rann út vatn, það flaut um þurra eyðistaði eins og á.42Því hann mundi til síns heilaga orðs, og til Abrahams síns þénara.43Og hann útleiddi sitt fólk með gleði, sína útvöldu með fögnuði.44Og hann gaf þeim þjóðanna land, og þeir tóku undir sig fólksins erfiði.45Svo þeir skyldu halda hans réttindi og varðveita hans lög. (Halelúja). Lofið Drottin!
Sálmarnir 105. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:00+00:00
Sálmarnir 105. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Áminning. Samaber 1 Kron. 17,8. fl.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.