1Lofa þú Drottin, sála mín! Drottin, minn Guð! þú ert mjög mikill, þú hefir íklætt þig hátign og dýrð.2Hann klæðir sig í ljós eins og annað fat; hann útþenur himininn eins og tjald.3Hann gjörir hvelfingar af vatni á sínum sal, hann brúkar skýin fyrir vagn, og fer á vindsins vængjum.4Hann brúkar vindana sem sína engla, eldslogana sem sína þénara.5Hann festi jörðina á hennar grundvelli, svo hún fer ei úr skorðum að eilífu.6Með hafinu hafðir þú hulið hana eins og með fati, vatnið náði upp yfir fjöllin.7En þegar þú hastaðir á þau, svo flúðu þau fyrir þinni þrumuraust, hlupu þau fljótt í burt.8Fjöllin hófust upp, dalirnir þrykktust niður, þangað sem þú festir þá.9Takmark settir þú þeim (vötnunum) sem þau ei máttu yfirfara, svo þau ekki aftur skyldu byrgja jörðina.10Þú lætur uppsprettur úthella sér í læki, þeir renna milli fjallanna.11Þeir gefa drykk öllum villudýrum skógarins, þar svala sér skógarins asnar.12Hjá þeim búa himinsins fuglar og syngja í greinum trjánna.13Hann vökvar fjöllin ofan að, landið mettast af ávexti hans verka.14Hann lætur grasið spretta fyrir fénaðinn, og jurtir mönnunum til nota, í því hann útleiðir brauð af jörðunni,15og vín sem gleður mannsins hjarta, svo hans andlit verður þar af hýrlegra en af viðsmjöri, og brauð sem endurnærir mannsins hjarta.16Drottins tré mettast, Líbanons sedrusviður sem hann plantaði,17þar sem fuglarnir hreiðra sig; storkurinn, hvörs bústaður furutrén eru.18Þau háu fjöllin eru athvarf steingeitanna og klettaskorurnar fjallmúsanna.19Hann skapaði tunglið til merkis fyrir tilteknar tíðir, sólina, sem þekkir sína niðurgöngu.20Þú útbreiðir myrkrið og þar verður nótt, þá fara út skógarins villudýr.21Ljónin sem öskra eftir bráð, og sem heimta sína fæðslu af Guði.22Sólin kemur upp, þau fara heim aftur, og liggja kyrr í sínu bæli.23Þá gengur maðurinn út að sínu verki og til sinnar vinnu allt til kvölds.24Hvörsu mikil eru þín verk, Drottinn! þú gjörðir þau öll með vísdómi, jörðin er full af þínum gæðum.25Þettað haf, stórt og vítt um sig, það er fullt af ótal skepnum, smáum og stórum.26Þar um fara skipin, hvalfiskarnir, sem þú tilbjóst til að leika sér þar í.27Þær vona allar upp á þig, að þú munir gefa þeim þeirra fæðu á sínum tíma.28Þegar þú gefur þeim, samansafna þær; þegar þú upplýkur þinni hendi, þá mettast þær af gæðum.29Ef þú byrgir þitt auglit, þá skelfast þær, ef þú tekur þinn anda frá þeim, þá deyja þær, og hverfa til baka í duftið aftur.30Þú útsendir þinn anda, þær skapast og þú endurnýjar mynd jarðarinnar.31Drottins vegsemd vari eilíflega! Drottinn gleðji sig við sín verk!32Líti hann til jarðarinnar, þá bifast hún, snerti hann fjöllin, þá rýkur úr þeim.33Eg vil syngja fyrir Drottni svo lengi sem eg lifi, eg vil leika fyrir mínum Guði meðan eg er til.34Ó! að mitt tal mætti honum þóknast! eg vil gleðjast í Drottni.35Ó! að syndarar yrðu afmáðir af jörðunni, og þeir óguðlegu ei væru til, mín sála, lofa þú Drottin! (Halelúja!)—lofið Drottin.
Sálmarnir 104. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:00+00:00
Sálmarnir 104. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Lofgjörð Skaparans.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.