1Sálmur af Davíð. Lofa þú Drottin, sála mín! og allt hvað í mér er, hans heilaga nafn!2Lofa þú Drottin, sála mín! og gleym ekki öllum hans velgjörningum.3Hans sem fyrirgefur þér þína synd, og læknar þína veiki,4sem leysir þitt líf frá gröfinni, krýnir þig með náð og miskunn;5sem mettar þína sál með gæðum, svo þú yngist upp sem örn.6Drottinn iðkar réttvísi og dóm til handa öllum undirþrykktum.7Hann kunngjörði Móses sína vegi og Ísraels börnum sín verk.8Miskunnsamur og náðugur er Drottinn, þolinmóður og ríkur af miskunnsemi.9Hann mun ei alltíð ganga í rétt, ei heldur eilíflega geyma sína reiði.10Hann breytti ei við oss eftir vorum syndum, og endurgalt oss ei eftir vorum misgjörðum.11Heldur svo hátt sem himinninn er yfir jörðunni, svo máttug var hans miskunnsemi yfir þeim sem hann óttuðust.12Svo langt sem austrið er frá vestrinu, fjærlægir hann frá oss vorar yfirtroðslur,13eins og faðirinn er börnunum líknsamur, svo er Drottinn miskunnsamur þeim sem hann óttast.14Því hann þekkir vort eðli, hann man til þess, að vér erum duft.15Maðurinn—sem gras eru hans dagar; sem blómstrið á vellinum blómstrar hann.16Þegar vindurinn fer þar yfir, þá er það ei framar til, og þess staður kannast ei framar við það.17En Drottins miskunn er frá eilífð til eilífðar yfir þeim sem hann óttast, og hans réttlæti yfir hans barna börnum,18yfir þeim sem halda hans sáttmála, og yfir þeim sem muna til hans boðorða, svo að þeir hlýði þeim.19Drottinn hefir sett sitt hásæti fast á himnum, og hans kóngsdæmi drottnar yfir öllu.20Lofið Drottin! þér hans englar, þér voldugu í makt, sem framkvæmið hans boð, þér sem hlýðið raustu hans orðs.21Lofið Drottin! þér allar hans hersveitir, þér hans þénarar sem gjörið hans vilja.22Lofið Drottin! þér öll hans verk, á öllum stöðum hans herradæmis. Mín sál! lofa þú Drottin!
Sálmarnir 103. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:00+00:00
Sálmarnir 103. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Drottinn er réttlátur og náðugur Guð.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.