1Ennfremur talaði Drottinn allsherjar til mín þessum orðum:2Svo segir Drottinn allsherjar: eg vil rétta hlut Síonsfjalls með stórri vandlætingu, með stórri reiði vil eg rétta hlut þess.3Svo segir Drottinn: eg vil snúa mér aftur til Síonsfjalls, og búa mitt í Jerúsalemsborg; og Jerúsalemsborg skal kallast Sannleiksborg, og fjall Drottins allsherjar skal kallast fjall heilagleikans.4Svo segir Drottinn allsherjar: gamlir menn og gamlar konur skulu á síðan sitja á strætum Jerúsalemsborgar, og hvört þeirra hafa staf í hendi sér, fyrir elli sakir;5og stræti borgarinnar skulu full vera af ungum sveinum og meyjum, sem leika sér á strætunum.
6Svo segir Drottinn allsherjar: jafnvel þó það, sem fram skal koma á þeim dögum, sýnist torvelt í augum þessa eftirorðna fólks, skyldi það þar fyrir vera torvelt fyrir mig? segir Drottinn allsherjar.7Svo segir Drottinn allsherjar: sjá, eg frelsa lýð minn úr öllum löndum, hvört sem þau liggja móti austri eða vestri.8Eg vil leiða þá hingað, og þeir skulu búa mitt í Jerúsalemsborg; þeir skulu vera mitt fólk, og eg vil vera þeirra Guð í sannleika og réttlæti.9Svo segir Drottinn allsherjar: verið hughraustir, þér sem á þessum dögum heyrið þessi orð af munni þeirra spámanna a), sem uppi voru þann dag er lagður var grundvöllur til húss Drottins allsherjar, svo að musterið yrði uppbyggt.10Því á undan þeim dögum varð enginn árangur af erfiði manna, og ekkert gagn haft af kvikfénaði; hvört sem maður gekk út eða einn, var enginn friður fyrir óvinum; og eg hleypti hvörjum manni upp á móti öðrum.11En nú vil eg eigi vera eins við þá, sem eftir eru af þessari þjóð, eins og eg var í fyrri daga, segir Drottinn allsherjar.12Frækornin skulu vera í friði: víntréð skal bera sinn ávöxt, jörðin skal gefa sinn gróða, og himinninn sína dögg. Allt þetta vil eg láta eftirleifum þessa fólks í skaut falla.13Þá skal svo fara, að eins og þér Júdaríkismenn og þér Ísraelsmenn voruð áður álitnir af öðrum þjóðum sem óhamingjumenn, eins vil eg nú svo aðstoða yður, að þér skuluð verða álitnir auðnumenn. Óttist því ekki, heldur verið hughraustir!14Því svo segir Drottinn allsherjar: eins og eg tók það fyrir mig, að vera harður við yður og ekki vægja yður, þegar forfeður yðar reittu mig til reiði, segir Drottinn allsherjar:15eins hefi eg þar á móti tekið það fyrir mig, að vera góður við innbyggjendur Jerúsalemsborgar og við Júdaríkismenn á þessum dögum. Óttist því ekki!16Þetta er það, sem yður ber að ástunda: talið sannindi, hvör við annan; dæmið rétta og friðvænlega dóma á yðar þingum;17enginn yðar hugsi öðrum illt í hjarta sínu; elskið ekki rangan eið! því allt þess konar hata eg, segir Drottinn.
18Því næst talaði Drottinn allsherjar til mín þessum orðum:19Svo segir Drottinn allsherjar: fastan í hinum fjórða mánuði a), fastan í hinum fimmta mánuði, fastan í hinum sjöunda mánuði, og fastan í hinum tíunda mánuði b) skal verða Júdaríkis mönnum til fagnaðar og gleði og að æskilegum löghátíðum. Elskið aðeins sannleik og frið!20Svo segir Drottinn allsherjar: eitt sinn skal það verða, að þjóðir og innbyggjendur margra borga munu koma,21og innbyggjendur einnar borgar skulu fara til annarrar borgar, og segja: látum oss fara til að biðja Drottinn miskunnar og til að leita Drottins allsherjar!—„Eg vil fara!“—„og eg líka!“22Skulu þá margir menn og voldugar þjóðir koma til að leita Drottins allsherjar í Jerúsalemsborg, og biðja Drottinn miskunnar með auðmjúkri bæn.23Svo segir Drottinn allsherjar: á þeim dögum skal það verða, að tíu menn af þjóðum ýmissra tungna skulu taka í kyrtilskaut eins Júdamanns, og segja: vér viljum fara með yður, því vér heyrum, að Guð er með yður.
Sakaría 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:52+00:00
Sakaría 8. kafli
Framhald: Guðs miskunn við þá þverbrotnu Gyðinga; spámaðurinn hughreystir Gyðinga og upphvetur þá til sannrar Guðsdýrkunar.
V. 9. a. Þ. e. spámennirnir, Sakarias og Haggaí. V. 19. a. Þegar Kaldear tóku Jerúsalemsborg. Jer 52,6. b. Þá umsátur Jerúsalemsborgar hófst, 2 Kóng. 25,1. Jer. 52,4.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.