1Biðjið Drottin um regn á vortímanum, biðjið Drottin þar um, hann sem skapar eldingarnar; þá mun hann gefa yður regnskúrir, og sérhvörjum manni jarðargróða.2Því húsgoðin tala hégóma, spámennirnir sjá lygisjónir, draumarnir segja markleysu og gefa ónýta huggun. Þess vegna ráfuðu (forfeður yðar) eins og sauðir, og voru bjargarlausir; því þá vantaði góðan hirðir.3Mín reiði var upptendruð gegn hirðurunum, og eg varð að vitja hafranna. En nú vill Drottinn allsherjar vitja sinnar hjarðar, Júdaniðja; hann mun láta þá verða sem skrautbúinn hest í bardaga;4frá þeim munu útganga þjóðhöfðingjar, merkismenn, bogmenn, og þar með alls konar hermenn.5Þeir skulu vera eins og berserkir, sem í orrustum fóttroða (óvini sína) niður í bleytuna á strætunum; þeir skulu berjast, því Drottinn er með þeim, svo að þeir, sem á hestum ríða, skulu verða sér til minnkunar.6Eg vil gjöra Júda ættkvísl sterka, og hjálpa Jósepsætt; eg vil setja þá aftur inn í bústaði þeirra, því eg hefi meðaumkvun með þeim; þeir skulu vera, eins og eg hefði ekki útskúfað þeim: því eg er Drottinn, Guð þeirra, og eg vil bænheyra þá.7Efraimsniðjar skulu verða sem kappar; þeirra hjarta skal verða glatt eins og af víni; börn þeirra skulu sjá það, og gleðjast, þeirra hjarta skal fagna í Drottni.8Eg vil blístra til þeirra, og safna þeim saman, því eg hefi keypt þá lausa; þeir skulu verða eins margir, eins og þeir voru fyrrum.9Eg vil útbreiða þá meðal þjóðanna, og þeir skulu minnast mín í fjarlægum löndum; þeir skulu lifa ásamt með börnum sínum, og koma heim aftur.10Eg vil leiða þá aftur frá Egyptalandi, og safna þeim saman úr Assýríulandi; eg vil flytja þá inn í Gileadsland og Líbanonsland, og þar skal verða ofþrönglent fyrir þá.11Gegnum þrengingar haf skulu þeir ganga, en hann (Drottinn) mun niður slá bylgjur hafsins, og allir álar fljótsins (Nílar) skulu þorna; ofdramb Assýríukonungs skal niðurbælast, og veldissproti Egyptalands á burtu víkja.12Eg vil styrkja þá í Drottni, og í hans nafni skulu þeir fram ganga, segir Drottinn.
Sakaría 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:00+00:00
Sakaría 10. kafli
Framhald um varðveislu Guðs á Gyðingalýð.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.