1Takið að yður þann, sem breyskur er í trúnni, án dóma um hans meiningar.2Þessi trúir alls megi neyta, en hinn, sem breyskur er, etur einasta maturtir.3Sá sem etur forsmái ekki þann, sem ekki etur, og hvör, sem ekki etur, dæmi ekki þann, sem etur; því að Guð hefir tekið hann að sér.4Hvör ertú, sem annarlegan þjón h) dæmir? sínum eigin Herra stendur hann eða fellur; en standa mun hann, því máttugur er Guð að láta hann standa.
5Þessi tekur dag framyfir dag, en hinn dæmir eins um alla daga i). Sérhvör veri í sinni meiningu fullviss.6Sá, sem af deginum heldur, heldur af honum vegna Drottins k) og sá, sem ekki gjörir sér daga mun, gjörir hann ekki vegna Drottins. Sá sem etur (alla fæðu) etur Drottni, því að hann gjörir l) Guði þakkir, sá sem ekki etur, hann etur ekki Drottni til dýrðar og gjörir Guði þakkir.7Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér;8því að ef vér lifum, lifum vér Drottni, ef vér deyjum, deyjum vér Drottni; þar fyrir hvört vér lifum eða deyjum, þá m) erum vér Drottins;9því að til þess er Kristur bæði dáinn og upp aftur risinn og endurlifnaður að hann skyldi drottna bæði yfir dauðum og lifendum.10En þú, hvað n) dæmir þú þinn bróður? ellegar og þú, hvað forsmáir þú þinn bróður? því að o) allir munum vér látnir mæta fyrir dómstóli Krists.11Því að skrifað er: svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn, fyrir mér skulu öll kné sig beygja og allar tungur skulu viðurkenna Guð.12Þar fyrir mun sérhvör af oss fyrir sjálfan sig Guði reikningsskap gjöra.
13Þar fyrir látum oss ekki framar dæma hvör annan, en dæmið p) heldur það, að enginn q) setji nokkra ásteytingu eður hneyksli fyrir sinn bróður.14Eg veit það, og em þess fullviss í Drottni Jesú, að ekkert er almennilegt í sjálfu sér, a) nema þeim, sem reiknar eitthvað almennilegt, honum er það almennilegt.15En ef þinn bróðir sturlast fyrir fæðunnar sakir, þá gengur þú ekki framar eftir kærleikanum; tortýn honum ekki með fæðslu þinni, fyri hvörn Kristur er dáinn!16látið yðar b) góða ekki komast í illt ræmi,17því að Guðs ríki er ekki matur og drykkur, c) heldur réttlæti og friður og fögnuður í heilögum Anda;18því að hvör, sem þjónar Kristi í þessu, hann er Guði kær og af mönnum virtur.19Látum oss þá stunda það, sem til friðarins þénar og sameiginlegrar uppbyggingar!20Niðurbrjót ekki fyrir fæðunnar sakir verkið Guðs! allt er að sönnu hreint, en er þó illt þeim manni, sem etur vegna (gefinnar) ásteytingar;21það er gott að eta hvörki kjöt, né drekka vín, né (gjöra) nokkuð það, er þinn bróðir steytir sig á eða hneykslast af eða veikist við.
22Þú hefir d) trúna, haf hana hjá sjálfum þér fyri Guði! sæll er sá, sem ei e) fordæmir sjálfan sig fyrir það, sem hann heldur rétt vera,23en sá, sem er efablandinn og etur þó, hann er sakfallinn; því hann neytir ekki eftir trú sinni, en allt það, sem ekki er eftir trú, er synd.
Rómverjabréfið 14. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:40+00:00
Rómverjabréfið 14. kafli
Sá styrkari vægi til við hinn veikari og þessi fordæmi ekki hinn; sérhvör leiti dýrðar Guðs, hvörjum vér eigum allir reikning að standa; enginn hneyksli sinn bróður; eða gjöri neitt með efablendni.
V. 1. Kap. 15,1.7. Post. g. b. 20,35. 1 Kor. 8,9.11. 9,12.22. Gal. 6,1. V. 2. 1 Mós. b. 1,29. 9,3. V. 3. Kól. 2,16. V. 4. h. Nl: Guðs. Jak. 4,12. V. 5. i. eða: heldur alla daga jafna. Gal. 4,10. Kól. 2,16. V. 6. k. „vegna Drottins“, aðr: Guði til dýrðar. 5 Mós. b. 8,10. l. 1 Kor. 10,31. 1 Tím. 4,3. V. 7. 2 Kor. 5,15. Gal. 2,20. 1 Tess. 5,10. 1 Pét. 4,2. V. 8. m. 1 Kor. 6,20. 1 Pét. 1,19. V. 9. Post. g. b. 10,42. 2 Kor. 5,15. V. 10. n. Lúk. 6,37. o. Matt. 25,32. Post. g. b. 17,31. 2 Kor. 5,10. V. 11. Esa. 45,23. V. 12. Kap. 2,6.16. Matt. 12,36. V. 13. p. einsetjið yður. q. Matt. 18,7. 1 Kor. 10,32. 2 Kor. 6,3. V. 14. a. ekkert (ætt) er í sjálfu sér óæti Matt. 15,11. Post. g. b. 10,15. Tít. 1,15. V. 15. 1 Kor. 8,11.13. V. 16. b. yðar kristilegu fríheit, eða góðu trúarbrögð. V. 17. c. 1 Kor. 8,8. V. 19. Kap. 15,2. V. 20. sbr. v. 14. V. 21. sbr. 1 Kor. 7,1. 8,13. V. 22. d. fulla sannfæringu. e. ei þarf að áfella sjálfan sig.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.