1Það er ein ólukkan sem eg sá undir sólunni, og hún er mikil meðal mannanna.2Þar er einn, hvörjum Guð gefur auð, góss og heiður, svo hann vantar ekkert af því sem hans hjarta girnist, og Guð gefur honum þó ekki vald (skap) til að eta þar af; þar á móti skal annar njóta þess. Þetta er og hégómi og vond plága.3Þótt maður ætti hundrað börn, og lifði mörg ár, svo að dagar hans ára yrðu margir, en sál hans mettaðist þó ekki af hans góssi, og fengi ei heldur greftrun, þá mundi eg segja: ótímaburður er sælli en hann,4því að sönnu kemur hann með hégóma, og fer burt í myrkrið, og hans nafn verður í myrkri falið,5sér ei heldur sólina, verður ei við hana var, en samt hefir hann meiri ró en hinn (sá ríki).6Og þó hann lifði tvö þúsund ár og nyti ei sinna gæða, lendir það ekki í sama stað?7Allt mannsins erfiði er fyrir mannsins munn, en sálin mettast þó ekki.8Því hvað hefir sá vísi fram yfir dárann? hvað hefir sá snauði a), að hann veit að ganga meðal þeirra sem lifa?9Betra er það sem maður sér fyrir augum sínum, heldur en það sem sálin girnist. Líka b) þetta er hégómi og skapraun.
10Það sem er, fyrir löngu var þess nafn nefnt, og það er vitanlegt, að hann er maður; og hann getur ekki deilt við þann sem er voldugri en hann.11Það eykur hégómann, að tala hér margt um; hvað er maðurinn að bættari?12Því hvör veit hvað gott er fyrir manninn á dögum þess fánýta lífs, sem honum hverfur eins og skuggi? hvör getur sagt manninum, hvað eftir hann skal ske undir sólunni?
Prédikarinn 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:27+00:00
Prédikarinn 6. kafli
Ýmisleg sannmæli.
V. 8. a. Sá snauði hefir nefnilega orsök til að farga sér? V. 9. b. að girnast það sem ei fæst. V. 11. aðr: Það er margt sem eykur hégómann. Hvörja yfirburði hefir maðurinn?
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.