1Eins og dauðar flugur með sínum þef skemma apótekarans salve, svoleiðis getur lítið heimskupar orðið þyngra en vísdómur og heiður.2Hyggins manns hjarta er honum til hægri handar; en dárans hjarta er honum við vinstri hlið.3Hvörja leið sem dárinn fer, vantar hann vit, og uppljóstrar því við hvörn mann, að hann sé dári.4Þó drottnarans sinni æsist gegn þér, þá vík ekki úr þínum sporum, því þolgæði er meðal til að hindra stórsyndir.5Það er ein ólukka sem eg sá undir sólunni, það er sú villa sem kemur frá þeim volduga;6þegar dári er settur í háa tign, og þeir álitlegu menn sitja lágt.7Eg sá þénara ríðandi, og fursta fótgangandi sem þénara.8Hvör sem grefur gröf, mun sjálfur í hana falla, og hvör sem girðingu niðurrífur mun af höggormi bitinn verða.9Hvör sem burtflytur steina, getur meitt sig á þeim; sá sem klýfur við, getur af því komist í hættu.10Þegar öxin verður sljóv og eggin er ekki brýnd, svo verða menn því meir að neyta orku. Hagræði heppninnar er hyggindi.11Ef að höggormurinn bítur án særinga, þá er særingamaðurinn án gagns.12Orð af vitrum munni eru yndi; en varir hins fávísa skemma hann sjálfan.13Byrjun orða hans munns eru dáraskapur, og endirinn heimska og vitleysa.14Dárinn talar að sönnu mörg orð; þó veit enginn hvað ske skal, því hvör getur kunngjört honum það, sem mun ske eftir hann.15Erfiði heimskingjans örþreytir hann; því hann veit ei að ganga í borgina (til að leita sér endurhressingar).16Vei þér land! hvörs kóngur er barn, og hvörs furstar setjast að veislu snemma dags.17Heppið ertú land! hvörs kóngur er fæddur af þeim yppurstu, og hvörs höfðingjar eta á réttum tíma, til að styrkja sig, en ei sakir ofneyslu.18Fyrir letisakir niðursíga bjálkarnir, og vegna hirðulausra handa lekur húsið.19Til að hlæja, halda menn veislur, og vínið gleður þá, sem lifa, og gullið (peningar) veitir allt.20Formæl þú ekki kónginum, jafnvel ei í huga þínum; of formæl þú ei þeim ríka, jafnvel í þínu innsta svefnherbergi, því fugl undir himninum getur borið þína raust, og sá vængjaði kunngjört þitt orð.
Prédikarinn 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:27+00:00
Prédikarinn 10. kafli
Um vísdóm og heimsku. Svall. Leti. Peningar. Lotning fyrir kónginum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.