1Þá spurði prestahöfðinginn: er þessu svo varið? Stefán mælti:2Góðir menn, bræður og feður! hlustið til: Guð dýrðarinnar birtist föður vorum Abraham, meðan hann var í Mesópótamíu, áður en hann bjó í Karran og sagði til hans:3far burt úr landi þínu og frá frændfólki þínu, og kom í það land, er eg mun vísa þér á.4Þá fór Abraham úr Kaldæalandi og tók sér bólfestu í Karran. En eftir það að faðir hans var látinn, flutti hann sig yfir til þessa lands, í hvörju þér nú búið.5Þó gaf Guð honum enga landeign þar í, ekki svo mikið, sem eitt fótmál, en hét að gefa honum það til bústaðar, og hans afsprengi eftir hans dag, jafnvel þó hann ekkert barn ætti.6Guð sagði við hann, að niðjar hans mundu búa sem útlendir í annarlegu landi, hvar menn mundu þjá þá og fara illa með í fjögur hundruð ár;7en þjóð þá, hvörri þeir verða ánauðugir, mun eg straffa, sagði Guð. En eftir það munu þeir fara þaðan og dýrka mig í þessum stað.8Líka gaf hann honum sáttmála umskurnarinnar. a) Svo gat Abraham Ísak og umskar hann á áttunda degi; en Ísak gat Jakob, en Jakob þá tólf ættfeður.9Téðir ættfeður lögðu öfund á Jósep og seldu hann til Egyptalands; en Guð var með honum10og frelsaði hann úr öllum hans þrengingum, og gaf honum hylli og visku fyrir augum faraós Egyptalandskonungs, og setti hann til yfirmanns yfir Egyptaland og yfir allt hús konungsins.11Nú kom hallæri yfir gjörvallt Egyptaland og Kanaansland, og megn hungurs neyð, svo feður vorir fundu ekki atvinnu.12En þegar Jakob heyrði að korn væri að fá í Egyptalandi, þá sendi hann feður vora í fyrsta sinni.13Í öðru sinni lét Jósep bræður sína þekkja sig, og faraó varð kunnug Jósepsætt.14Síðan sendi Jósep eftir föður sínum Jakob og öllu frændfólki sínu, sjötíu og fimm alls.15Jakob fór þá niður til Egyptalands, hvar hann dó og feður vorir,16og voru þeir fluttir til Sikkem og lagðir í þann legstað, er Abraham hafði keypt fyrir silfur af sonum Emors, föður Sikkems.17En er nálgaðist tími fyrirheitsins, hvört Guð hafði svarið Abraham, óx fólkið og margfaldaðist í Egyptalandi,18uns nýr konungur kom til ríkis, sá er ekki þekkti til Jóseps.19Hann beitti slægð við kyn vort og misþyrmdi feðrum vorum, og lét bera út ungbörn þeirra, svo þau tortýndust.20Um þetta bil fæddist Móses og var frábærlega fríður; hann ólst upp þrjá mánuði í föðurhúsum.21En er hann var útborinn, tók dóttir faraós hann upp og ól sér fyrir son.22Og Móses var menntaður í allri speki egypskra manna og varð máttugur í orðum og verkum.23En er hann hafði náð fertugsaldri, kom honum í hug að vitja bræðra sinna, Ísraelsniðja;24og þá hann sé einn verða fyrir ójöfnuði, rétti hann hluta hans, hefndi þess, sem misþyrmt var, og drap þann egypska.25En hann hugsaði að bræður sínir mundu skynja að Guð ætlaði hann þeim til frelsis, en þeir skynjuðu það ekki,26því næsta dag hitti hann tvo í illdeilu, og fýsti þá til friðar með þessum orðum: góðir menn! þið eruð bræður, því beitið þér ójafnaði hvör við annan?27En sá, sem órétt gjörði náunga sínum, hratt Móse frá sér, og sagði: hvör hefir sett þig til höfðingja eður dómara yfir okkur?28ellegar ætlar þú að drepa mig, eins og þú drapst Egyptarann í gær?29Sökum þessara ummæla flúði Móses og varð útlendur í Madíanslandi, hvar hann gat tvo syni.30Að fjörutíu árum liðnum birtist honum í eyðimörku Sínaífjalls, engill Drottins í eldsloga á þyrnirunni.31Þegar Móses sá sýnina, undraðist hann; en er hann gekk nær til að athuga betur, skeði rödd Drottins til hans:32eg em Guð feðra þinna, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs. Nú varð Móses skelfdur og þorði ekki að hyggja að.33Þá sagði Drottinn við hann: leys af þér skó þína, því staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð.34Glögglega hefi eg séð þjáningu míns fólks og heyrt þeirra andvarpanir, og em nú ofan kominn til að frelsa þá; kom! eg vil senda þig til Egyptalands.35Þenna Móses, hvern þeir afsögðu svo segjandi: „hver setti þig til höfðingja og dómara,“ þann sama sendi Guð, sem höfðingja og lausnara, fyrir milligöngu engilsins, er honum birtist í þyrnirunninum.36Þessi leiddi þá út, gjörði tákn og furðuverk á Egyptalandi og í Hafinu rauða og í eyðimörkinni um fjörutíu ár.37Þetta er sá Móses, sem sagði Ísraelsniðjum: „Spámann mun Drottinn Guð uppvekja yður af bræðrum yðar, eins og mig, gegnið honum.“38Þessi er sá, sem í samkundunni í eyðimörkinni gekk milli engilsins, er við hann talaði á Sínaí, og feðra vorra, sá eð tók við þeim lífkröftugu orðum til að gefa oss þau;39hvörjum feður vorir vildu ekki hlýðnast, heldur burtskúfuðu honum og sneru huga sínum til Egyptalands, segjandi til Arons:40gjör oss Guði, er séu vorir leiðtogar, því vér vitum ekki hvað um þenna Móses er orðið, sem útleiddi oss úr Egyptalandi.41Í sama sinn létu þeir smíða kálf, færðu fórnir goðinu og kættust yfir sínum handaverkum.42Þá sneri Guð sér frá þeim og ofurgaf þá, svo að þeir dýrkuðu himinsins her, eins og skrifað er í spámannabókinni: „ekki hafið þér Ísraels menn fórnað mér slátrunarfé né öðrum fórnum í þau fjörutíu ár, sem þér dvölduð í eyðimörkinni,43heldur báruð þér Móloks tjaldbúð og stjörnu Remsans yðar Guðs bílæti, sem þér höfðuð smíðað til að tilbiðja; hvar fyrir eg vil flytja yður út fyrir Babylon.“44Vitnisburðartjaldbúðin, sem feður vorir höfðu í eyðimörkinni, var eins og sá hafði fyrirskipað, er mælti við Móses, að hann skyldi gjöra hana eftir mynd þeirri, sem hann séð hefði.45Við henni tóku feður vorir hvör af öðrum, og undir Jósúa færðu þeir hana með sér á stöðvar heiðingjanna, sem Guð útrak frá augsýn feðra vorra, allt fram á daga Davíðs,46sem af því hann fann náð hjá Guði, beiddist að mega sjá Jakobs Guði fyrir húsi,47en Salómon byggði honum það.48En sá hinn Hæsti býr ekki í (musterum), sem mannahendur hafa gjört, eins og spámaðurinn segir:49„Himinninn er mitt hásæti og jörðin mín fótskör, hvaða hús skylduð þér byggja mér—segir Drottinn—eða hvör er sá staður, hvar eg skyldi staðar nema?50hefir ekki mín hönd gjört allt þetta?51Þér harðsvíraðir og óumskornir a) í hjarta og eyrum! sífellt þverskallist þér gegn heilögum Anda, allt eins og feður yðar, eins þér.52Hvörn spámannanna hafa ekki feður yðar ofsótt? þeir líflétu þá, er fyrirfram boðuðu tilkomu ens Réttláta, hvörn þér ofurselduð, og hvörs morðingjar þér eruð nú orðnir;53þér, sem meðtekið hafið lögmálið fyrir tilskipan englanna, en hafið ekki haldið það.
54Þá þeir heyrðu þetta, skárust þeir í hjörtum sínum og gnístu tönnum yfir honum;55en hann, fullur af heilögum Anda, horfði til himins og leit Guðs dýrð og Jesúm standa við Guðs hægri hönd.56Þá mælti hann: sjá! eg sé himnana opna og Mannsins Son standa til hægri handar Guði.57Hinir hrópuðu þá upp háhljóðum, byrgðu fyrir eyru sér og réðust á hann samhuga, hnepptu hann út af borginni og grýttu hann.58En vottarnir lögðu skikkjur sínar til fóta ungmennis, er Sál hét a),59og grýttu Stefán sem ákallaði og sagði: Herra Jesú! meðtak þú minn anda!60Síðan féll hann á kné og hrópaði hástöfum: Drottinn! lát þá ekki gjalda þessarar syndar! og sem hann hafði þetta sagt, sofnaði hann.
Postulasagan 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:35+00:00
Postulasagan 7. kafli
Stefán upptelur Guðs velgjörninga við hið óþakkláta Gyðingafólk; ávítar Gyðinga fyrir framhald sinnar þvermóðsku, og er grýttur.
V. 3. 1 Mós. 12,1. V. 6. 1 Mós. 15,13–14. V. 8. 1 Mós. 17,10. fl. a. Sáttmála umskurnarinnar, þ. e. þau boðorð, að hann skyldi umskera allt karlkyns í sínu húsi. V. 10. 1 Mós. 41. V. 16. 1 Mós. 33,19. 49,29. Jós. 24,32. V. 19–20. 2 Mós. 1.2. V. 30. 2 Mós. 3. V. 35. Sbr. v. 31. V. 37. 2 Mós. 18,15. V. 38. 2 Mós. 19,26. V. 41. 2 Mós. 32. V. 42. Amos 5,25.26. V. 44. 2 Mós. 25. V. 49. Es. 66. V. 51. a. Þ. e. óhlýðnir, eins og heiðnir menn. V. 58. a. til merkis um, að þeir samþykktu með honum þetta verk, kap. 22,3.20.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.