1Um þessar mundir, þá tala lærisveinanna óx, kom upp kurr hjá þeim grísku móti enum hebresku a), út af því, að ekkjur þeirra óvirtust við hvörsdaglega þjónustu b).2Þeir tólf kölluðu þá alla lærisveinana saman og sögðu: ekki er gott að vér yfirgefum Guðs orð til að þjóna fyrir borðum.3Skyggnist því, bræður! eftir sjö mönnum vel ræmdum yður á meðal, sem fullir séu af heilögum Anda og vísdómi, svo vér getum falið þeim á hendur þessa nauðsyn;4en vér viljum vera stöðugir við bænahaldið og orðsins þjónustu.5Þessi ummæli féllu vel í geð öllum söfnuðinum, og þeir útvöldu Stefán, mann fullan af trú og heilögum Anda; Filippus c), Prokórus, Nikanor, Tímon, Parmenas og Nikolás frá Antíokíu, sem hafði Gyðingur gjörst d).6Þessa framleiddu þeir fyrir postulana, sem báðust fyrir og lögðu hendur yfir þá.7Nú útbreiddist óðum Guðs orð, tala lærisveinanna jókst harla mjög í Jerúsalem, og jafnvel fjöldi presta tók trú.
8En Stefán, fullur af náð og krafti, gjörði tákn og stórmerki meðal fólksins.9Þá tóku sig til nokkrir af þeirri svo nefndu leysingja e)samkundu, og þeirra frá Sýrene, og Alexandríu, Silisíu og Asíu, og þreyttu spurningar við Stefán.10En þeir gátu ekki staðið gegn þeirri visku og þeirri andagift, sem hann talaði af.11Þá settu þeir út menn, er sögðu: vér höfum heyrt hann tala smánarorð móti Mósi og Guði;12æstu svo upp almúgann, öldungana og þá skriftlærðu, veittust að honum og gripu hann og leiddu fyrir ráðið;13létu svo koma fram ljúgvitni, er sögðu: þessi maður lætur ekki af að tala guðlaus orð gegn þessum heilaga stað og lögmálinu, því vér höfum heyrt hann segja:14að Jesús af Nasaret mundi eyðileggja þenna stað og umbreyta þeim siðum, sem Móses hefir oss fyrirlagt.15Öllum, sem í ráðinu sátu, varð starsýnt á Stefán, og virtist þeim hans ásjána vera sem engils ásjána.
Postulasagan 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:35+00:00
Postulasagan 6. kafli
Tala kristinna fjölgar, og sjö meðhjálparar veljast; Stephanus gjörir furðuverk; enginn getur mótstaðið hans speki, en ljúgvitni leiðast gegn honum.
V. 1. a. Hebreskir eru þeir, sem voru innlendir í Gyðingalandi; en grískir þeir, sem voru annarrar þjóðar, eður ekki töluðu gyðingamál, þó tekið hefðu trú þeirra. Hér meinast þeir af hvörumtveggjum sem tekið höfðu kristni. b. Grískir kvörtuðu yfir, að ekkjur þeirra hafi farið varhluta í daglegri aðhjúkrun og annarri ölmusu veiting fremur þeim í Gyðingalandi inneldnu. V. 2. Að þjóna fyrir borðum, er að sjá til, að fátækir og sjúkir færi ei á mis við nauðsynlegt viðurværi og aðhjúkrun. V. 5. c. Hann hafði fyrst verið heiðinn, tekið svo Gyðinga trú, og síðast kristni. d. Sjá Kap. 8,5. 21,8. V. 7. Sjá Kap. 8,4. V. 9. e. Leysingjar kölluðust þeir, hvörjir eða hvörra feður áður höfðu þrælar verið hjá Gyðingum eða öðrum, og höfðu tekið gyðingatrú, og höfðu samkundu í Jerúsalem.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.