1En maður nokkur að nafni Ananías hvörs kona hét Saffíra, seldi fasteign,2og dró nokkuð undan af verðinu, með vitund konu sinnar, en færði postulunum nokkuð og seldi þeim til umráða.3Pétur sagði þá: Ananías! hví léstu Satan koma þér til þess að ljúga að heilögum Anda og draga af jarðarverðinu?4var hún ekki þín, á meðan hún var óförguð? og áttirðú eins ráð á verði hennar eftir söluna? Hvörninn gastú þá látið þér hugkvæmast slíkt tiltæki? ekki hefur þú logið að mönnum, heldur að Guði.5Undir eins og Ananías heyrði þessi orð, datt hann niður og gaf upp öndina, og miklum ótta sló yfir alla, sem þetta heyrðu;6en ungir menn bjuggu um líkið, báru það burt og jörðuðu.7Að liðnum svo sem þrem stundum bar svo til, að kona hans gekk þar inn, án þess að vita hvað skeð var.8Pétur spurði hana: segðú mér, selduð þið akurinn fyrir þetta verð? hún svaraði: já, fyrir þetta verð.9Pétur mælti þá til hennar: hví urðuð þið samráða í að freista Anda Drottins? sjá! fætur þeirra, sem greftruðu mann þinn, eru við dyrnar og munu útbera þig.10En hún datt jafnskjótt niður fyrir fætur honum, og gaf upp öndina, svo þegar hinir ungu menn komu inn, fundu þeir hana dauða, báru hana út og grófu hjá manni sínum.11Og miklum ótta sló yfir allan söfnuðinn, og yfir alla, sem þetta heyrðu.
12Framvegis skeðu fyrir hendur postulanna mörg tákn og stórmerki meðal fólksins; (og allir a) fylltu þeir einn flokk og héldu til í Salómons stólpagangi;13en öngvir aðrir b) dirfðust að samlagast þeim, heldur miklaði þá lýðurinn;14og jafnan jukust fleiri við, sem tóku trú, mikill fjöldi karla og kvenna,15svo að þeir báru vanfæra menn út á strætin og lögðu þá á bedda og lausarúm þannig, að þegar Pétur kæmi félli að minnsta kosti skuggi hans á einhvörn þeirra.16Fjöldi fólks kom og úr kringumliggjandi borgum til Jerúsalem, flytjandi sjúka, og þjáða af óhreinum öndum, sem allir urðu heilbrigðir.
17Nú tók sig upp prestahöfðinginn og allir þeir, sem með honum héldu, sem var flokkur sadúseanna;18fylltust þeir vandlætingu, og lögðu hendur á postulana, og settu þá í almennt fangahús.19En engill Drottins opnaði um nótt dyr myrkvastofunnar, leiddi þá út og sagði:20farið, gangið frjálslega fram og talið í musterinu öll þessi lífsins orð til fólksins.21En sem þeir heyrðu þetta, gengu þeir í birtingu upp í musterið og kenndu. En þá prestahöfðinginn, og þeir, sem á hans máli voru, voru saman komnir, kölluðu þeir saman ráðið og alla öldunga Ísraelslýðs, og sendu til myrkvastofunnar til að sækja þá.22En er þjónarnir komu og fundu þá ekki í dýflissunni, hvurfu þeir aftur og kunngjörðu það, og mæltu:23fangahúsið fundum vér að sönnu vandlega læst og varðmennina standa fyrir dyrunum, en þá vér lukum upp, fundum vér engan inni.24Þegar þeir heyrðu þessa sögu, prestahöfðinginn og foringi varðmanna musterisins og höfuðprestarnir, urðu þeir efablandnir, hvað úr þessu ætlaði að verða.25En í því kom að maður, sem kunngjörði þeim: sjá! þeir menn, sem þér settuð í dýflissu, standa í musterinu, og kenna þar fólkinu.26Þá fór varðmannaforinginn af stað með þjónunum, og sótti þá, þó án ofbeldis, af hræðslu við fólkið, að ekki yrðu þeir grýttir.27Nú sem þeir voru komnir með þá, leiddu þeir þá fram fyrir ráðið. Prestahöfðinginn spurði þá postulana:28höfum vér ekki lagt ríkt á við yður, að kenna ekki í þessu nafni c)? og sjá! samt hafið þið fyllt Jerúsalem með ykkar kenningu, og viljið leiða yfir oss þessa manns blóð.29Þá svaraði Pétur og postularnir: framar ber að hlýða Guði en mönnum.30Guð feðra vorra hefir uppvakið Jesúm, hvörn þér líflétuð og upphengduð á tré.31Þenna Foringja og Frelsara hefir Guð upphafið d) með sinni hægri hendi, svo hann veiti Ísrael afturhvarf og syndanna fyrirgefningu;32og vér erum hans vottar að þessu og sá heilagi Andi, hvörn Guð gaf þeim, er hlýðnuðust honum.33Þá þeir heyrðu þetta, skárust þeir innvortis og voru þegar alráðnir í að lífláta þá.
34En í ráðinu stóð þá upp maður, faríseari, að nafni Gamalíel, einn lögspekingur, velmetinn af öllu fólki; hann bauð að postularnir væri látnir víkja út snöggsinnis,35og sagði: þér Ísraelsmenn! athugið vel, hvað þér gjörið við þessa menn.36Fyrir stuttu reis upp Teudas, og lét mikið fyrir sér. Til hans hylltust nær fjögur hundruð manns; en hann var drepinn, og allir þeir, sem hann þýddust, eru tvístraðir og að engu orðnir.37Eftir hann reis upp Júdas hinn galverski, skattatekjuárið, og laðaði til sín fjölda fólks. Hann fyrirfórst líka, og allir þeir, sem með honum héldu, sundurdreifðust.38Og nú segi eg yður: hættið við þessa menn, og látið þá vera. Því ef þetta áform, eður fyrirtæki er af mönnum, fellur það sjálfkrafa;39en sé það frá Guði, þá megnið þér ekki að kefja það; svo þér ekki verðið fundnir í að vilja stríða gegn Guði.40Á þetta féllust þeir, kölluðu á postulana, húðstrýktu þá, fyrirbuðu þeim að tala í Jesú nafni og létu þá svo lausa.41En þeir gengu glaðir burt frá ráðsins augsýn yfir því, að þeir, sökum Jesú viðurkenningar, hefðu verið virtir háðungar;42og hættu ekki að kenna hvörn dag í musterinu, og að boða í hvörju húsi, fagnaðarlærdóminn, að Jesús væri Kristur.
Postulasagan 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:35+00:00
Postulasagan 5. kafli
Svik og straff Ananíasar og Saphíru; kraftaverk postulanna; margir taka trú; postular setjast í varðhald, en frelsast þaðan af engli; eru leiddir fyrir ráðið, sem vill ráða þá af dögum; Gamalíel afstýrir því; þeir eru húðstrýktir, látnir lausir, en halda samt áfram að kenna.
V. 12. a. Þ. e. Kristnir. V. 13. b. Þ. e. þeir sem ei höfðu tekið kristni. V. 28. c. Prédika þann nýja lærdóm, hvörs höfundur Jesús var. V. 31. d. Sbr. 2,33.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.